7.5.2008 | 02:12
Hví eru þessir andskotans krakkar að valda landlækni þessum kvíða!
Að horfa á og hlusta á þetta myndband, þá gerir maður sér grein fyrir því hvernig þessi krakkaskríll sem lætur gata á sér húðina (þótt það sé alveg löglegt að sögn landlæknis), og valda fyrir honum svefnleysi á nóttunni, hann getur ekki sofið. Hann getur ekki unnið á daginn fyrir áhyggjum og starfsfólk embættisins virðist vera hágrátandi í kór af áhyggjum einum saman. Þetta er sá boðskapur sem við fáum úr þessu viðtali við fulltrúa Landlæknisembættisins í þessu myndbandi.
Hvers vegna er þessi krakkaskríll að fara svona með aumingja Landlæknisembættið?
Kveðja, Björn bóndi.
Húðgötun veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
leyfum þeim bara að sneiða sig niður og selja í dósamat ef þau vilja.Kannski er eftirsóknarvert hjá þeim að enda sjálfsskaðaferil sinn í formalínkrukku hjá einhverju fríksjói.
Haraldur Davíðsson, 7.5.2008 kl. 02:47
Afhverju er verið að gera svona mikið mál úr þessu.. þetta er bara frelsi hverns og eins að gata sig eða fá sér tattú og þetta kemur engum öðrum við.. ef læknar geta ekki sofið út af þessu er það bara þeirra vandamál
.... (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:13
Talandi um að gata kornabörn. Ég var fyrir nokkrum árum stödd á stofu sem sá um að gera göt í eyru og inn kemur ung móðir, hún hefur líklega verið svona 11 ára (í andlegum þroska a.m.k.) og ekki var barnið hennar meira en 6 mánaða. En hún vildi ólm láta stinga barnið sitt í eyrun. Maðurinn sem átti að taka það verkefni að sér reyndi að tala hana út úr þessu en hún stóð föst á sínu! Dóttir hennar skildi vera pæja fyrir aldur fram. Svo maðurinn náði í eyrnalokkabyssuna og stakk barnið í annað eyrað og þvílík öskur í aumingja barninu! Enda sagði hann hingað og ekki lengra, hún skildi láta stinga gat í hitt eyrað þegar stelpan væri orðin eldri..
Hefði ég verið landlæknir staddur þarna á sama stað á sama tíma þá hefði ég líklega fengið taugaáfall, grátið mig í svefn um kvöldið og jafnvel misst þvag í svefni yfir nóttina.
En það að landlæknisembættið eins og það leggur sig sé vælandi yfir þessu "vandamáli" núna fyrst (ég segi núna fyrst eftir öll þessi árþúsund sem mannkynið hefur stundað þessa list) er náttúrulega bara fáránlegt. Einhverjar andsk****s dillur í þessu liði. Það versta sem getur gerst er að fólk fær gröft í þetta. En um leið og lokkurinn er fjarlægður þá grær sárið saman. Ég vona að þetta fólk nái að festa svefn í náinni framtíð.
Dísa Djöfull, 7.5.2008 kl. 16:48
Dísa Djöfull. Gott að heyra í þér og að þér tókst að lesa út úr kaldhæðninni í grein minni. Þegar móðir vill láta stinga göt í eyru 6 mánaða barns, þá er það í mínum augum mál fyrir Barnaverndarstofu. En svo skal á hitt líta, svona er gert við drengi hjá gyðingum, aröbum og öllum öðrum íslamstrúarhópum og einnig flestum Bandaríkjamönnum sama hverrar trúar þeir eru, að þeir eru umskornir um viku gamlir. Þá er forhúð tillans skorin burt Sumstaðar stúlkubörn einnig, en þá eldri. Það er af trúarbragðaástæðum. Þessvegna meðal annars, vil ég enga gyðinga, múhameðstrúarmenn né Ameríkana á þessu yndæla landi okkar, Íslandi.
Þú mátt þessvegna eingöngu kalla mig rasista, en svona er ég.
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 8.5.2008 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.