4.5.2008 | 17:05
Mannréttindi = JÁ....Kvenréttindi = NEI.
Mér finnst skjóta skökku við þegar þessir hræsnarar, vesturlönd samanber NBA og einnig samkundan SÞ sem þykjast vera að berjast fyrir lýðræði og mannréttindum og gegn mannréttindabrotum í hinum ýmsu löndum eins og Kína, Tíbet, Suður-Afríku áður fyrr, Afganistan, Malasíu, Myanmar (áður Búrma), mörgum Afríkuríkjum o.fl. Það eru notuð alþjóðleg viðskiptabönn á mörg þessarra landa. Svo segir sagan okkur, að þegar "lýðræðið er fengið" og skálað er fyrir því í kampavíni, Þá gleymist, að þetta lýðræði er einungis fyrir karlpeninginn. Konurnar búa ennþá við sömu kúgunina, eins og t.d., í Saudí-Arabíu sem var undir verndarvæng NBA í tugi ára sem voru þá á meðan að skammast út í Kína fyrir mannréttindabrot (á karlmönnum). Þetta er óskemmtilegur tvískinnungur. Amerískir, íslenskir o.fl., femínistar gera ekkert til að berjast fyrir réttindum og kúgun kvenna í þessum "nýfrjálsu löndum".
Íslenskir femínistar berjast fyrir frekari kvenréttindum (forréttindum) með oddi og egg hér, þar sem mesta kvenfrelsi er í öllum heiminum. Þær lyfta ekki fingri til að vekja máls á þessari kvenna kúgun sem á sér stað í þessum nýfrjálsu löndum.
Þær eru eins og fyllibyttan sem týndi lyklunum í drullupolli einhversstaðar á leiðinn heim af barnum og fór heim til að leita að lyklunum "af því það væri svo hlýrra og bjartara hér heima heldur en úti við drullupollinn og svo er líka rigning."
Já, nú er honum bleik mínum brugðið.
Kveðja, Björn bóndi.
Konum í Malasíu verði meinað að fara einar til útlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju gera þá karlmenn (t.d. þú) ekkert til að vekja máls á og berjast fyrir réttindum þessarra kvenna? Þar sem það er ekki mikið mark tekið á konum þar hvort sem er...er þá ekki ráð að karlmenn....sem hlustað er á og tekið mark á .... geri eitthvað í málunum?
Þórhildur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 19:40
Hvað er þá til ráðs ? Fara með mótmælaskilti til Malasíu ?
Stebbi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:08
Hvað með þig sjálfan,hefur þú mikið verið að berjast fyrir réttindum erlendra kvenna?
Eyrún (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:11
Sýndu fordæmi og gerðu eitthvað sjálfur í málunum.
Auk þess eru UNIFEM og AI mjög virk í mannréttindamálum karla OG kvenna í heiminum.
Á ekki fyrst að taka til heima hjá sér?
Edda (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 01:23
Þórhildur, Eyrún og Edda. Ég vildi bara ekki grípa framfyrir hendurnar á ykkur og öllum öðrum femínistum sem eru að berjast fyrir mannréttindum kvenna út um allan heim af fullum krafti.....eða þannig sko.
Stebbi. Hvað kostar farið til Malasíu? Gætir þú gert skrifað á mótmælaspjöldin, eitt fyrir mig og annað fyrir þig, ég er svo slæmur í Malasísku; málfræðin og allt það. Ég vildi óska að þú hefðir textann í viðtengingarhætti, í þolmynd í núliðinni-þáskildagatíð, þú mannst - málfræðin sko.
Sigurbjörn Friðriksson, 5.5.2008 kl. 02:16
Var S. Arabía undir verndarvæng bandarísku körfuknattleikssamtakanna?
Sigurjón, 5.5.2008 kl. 06:39
Èg bý í Malasíu og það hverfa margar konur á ári. Èg held að ykkur liði betur líka ef þið vissuð hvar dætur ykkar væru.
þið grípið þessa frétt á lofti og gjammið án þess að hafa skoðað málið. En það má finna betri leið til að vernda konur gegn þessu. Annars eru konur frjálsar hérna.Gunni (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 08:44
Sigurbjörn ég er kominn með 5mótmælaskilti fyrir okkur. Fékk Malasíubúa til að skrifa þau (verst að ég veit ekkert hvað þau þýða)...
Ætliði að koma með þórhildur, eyrún og edda ? Ég reddaði 3skiltum fyrir ykkur líka.
Vantar bara flugmiðana.
Stebbi (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:19
Stebbi. ég myndi fá annan, hlutlausan, Malasíumann til að prófarkarlesa skiltin. just in case.
væri fúlt að splæsa í ferð alla leið austur eftir til að komast svo að því að þú værir að mótmæla háu verði á kjötfarsi.
Brjánn Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 11:45
Gunni. Það var einu sinni gerð rannsókn á því hvort foreldrar vissu hvar börnin væru það og það kvöldið. Þetta var símakönnun og hringt var frekar seint að kvöldi. Í flestum tilfellum svöruðu börnin símanum, og fæst vissu hvar foreldrarnir voru niðurkomnir.
Stebbi. Já, en er málfræðin rétt? Ef stelpurnar koma með okkur tel ég að rétt sé að þær klæðist í hefðbundnum afgönskum "búrka" kvennaklæðnaði, því ég þoli ekki að sjá/horfa á femínista.
Brjánn. Þetta skiptir ekki máli, við förum öll út bara til að mótmæla, alveg sama hvað það er, því vér femínistar sem erum VG að auki, "erum alltaf á móti".
Kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 5.5.2008 kl. 19:51
Björn, gullni þríhyrrningurinn er obbolítið hættulegri en Sauðárkrókur.
Gunni (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 04:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.