4.5.2008 | 15:35
Dr. Hannibal "the Cannibal" Lecter var meiri mannvinur....
Úr bók Stephen Kings um gáfaða raðmorðingjann og mannætuna Dr. Hannibal "the Cannibal"Lecter, sem við sáum í kvikmynd m.a., í sjónvarpinu, tel ég að ef sá hefði verið raunverulega lifandi, þá hefði hann verið miskunnsamari en þessi Josef Frizl. Hannibal leyfði fórnarlömbum sínum þó að deyja.
Kveðja, Björn bóndi.
Segir Fritzl ósakhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vildi bara leiðrétta smá hjá þér. Það var Thomas Harris sem að skrifaði um Hannibal Lecter en ekki Stephen King.
Reyndar voru ekki nema tvær af bókunum með Hannibal sem aðalpersónu (Hannibal og Hannibal Rising) því hann var bara aukapersóna í fyrstu tveimur (Red Dragon og Silence of the Lambs).
Neddi, 4.5.2008 kl. 15:46
Neddi; Takk fyrirábendinguna. Þetta með Stephen King fékk ég frá Google, ég hef e.t.v.,misskilið eitthvað þar.
Laissez-Faire; Ég er sammála þér, þessi maður verður aldrei dæmdur ósakhæfur. Þetta eru ekki Bandaríkin. Þegar ég minntist á Hannibal "The cannibal" þá var það aðeins samanburðarlíking um hvað þessi Josef Frizl er takmarkalaust skrímsli. Ef þetta hefði ekki gerst, en einhver hefði skrifað skáldögu með þessum söguþræði, þá hefði sú bók aldrei selst, fyrir að vera "bull" sem aldrei gæti gerst".
Kveðja,Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 4.5.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.