Varist DÓMSTÓL GÖTUNNAR!!!

Kannski hefur presturinn gert þetta og kannski ekki.  Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu Ríkisins. Allir eru saklausir þar til þeir fá réttláta dómsmeðferð og þeir hafa verið dæmdir sekir af réttum dómstólum.  Allir eiga réttá að njóta vafans þar til dómur fellur.      Ekki dómstóli götunnar sem  - því miður, margt fólk er nú byrjað að gera -, virðist gera sig sekt um að að dæma fyrirfram (fordæma) og hafa tekið sjálfskipuð hásæti hjá dómstóli götunnar.    Svona múgsefjun er mjög hættuleg lýðræði og réttarkerfi.  Ef svo séra Gunnar verður sýknaður, þá er tilhneyging hjá dómstóli götunnar að segja eins og Helgarpósturinn gamli eða DV: "Það getur verið að hann hafi ekki gert þetta, en það er búið að sanna að hann hefði gert það ef honum hefði dottið það í hug." Ekki fara að haga ykkur eins og öfga femínistar.

Kveðja, Björn bóndi.

 
mbl.is Prestur í leyfi frá störfum vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Algjörlega sammála þér Sigurbjörn

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 04:29

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég veit ekki til að falskar ákærur af þessu tagi séu algengar, en samt er betra að bíða þar til dómur fellur áður en við almenningur krossfestum kauða.

Mummi Guð, 4.5.2008 kl. 05:29

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jæja já Björn bóndi! Aðvitað á fólk að leita réttar síns og í lögum stendur að engin er sekur fyrr enn sekt hanns er sönnuð. Rétt skal vera rétt.

Það tók 50 ár fyrir háskólagengið fílk að trúa því sem skeði í Breiðuvík. ég var sendur í sveit ekki langt frá Breiðuvík og fekk sviðaða meðferð, samt ekki eins grimma og þarna var. Mér var ekki trúað af bóndanum, frúnni í sveitinni sem talaði endalaust um Guð og Jesú Krist. 

Veit núna að þau áttu einhvern þátt í því að eftir 6 ára þrælahald hjá bónda á Vestfjörðum, var mér ekki trúað af foreldrum mínum heldur.

Núna er bóndin dauður og frúin dauð sem betur fer. Fari þau bæði sem lengst niður.

Þau vernduðu "vin" sinn og ég er ekkert með húmor fyrir fullorðnu fólki sem talar "málefnalega" um svona hluti. Ég vil minna á að ég er með kurteisara móti núna og tala málefnalega frá mínum bæjardyrum séð. Sannleikurinn er að fullorðnir standa saman móti börnum í svona málum, kæri nafni! Gunnar er bara mynd. Segir ekkert.

Það er meira algengt að börnum er ekki trúað enn þú heldur, í níðingsskap fullorðna.

Amen.

Óskar Arnórsson, 4.5.2008 kl. 05:44

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sammála þér það er létt að dæma,en vil taka það framm til Óskar að þetta eru únglingar og því miður hefur oft,já oft ,gerst að margt er sagt til að hefna sér á einhverjum.Vonandi verður ekki bloggað meir um þessa frétt fyrr en sanleikurinn kemur fram.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.5.2008 kl. 11:36

5 identicon

Fyrir utan það að taka undir með Óskari að flestu leiti,þá hefur það verið með ólíkindum hvað umræddur prestur hefur verið duglegur við að koma sér í leiðindi,á sínum tíma í Fríkirkunni við sóknarbörn og nefnd,fyrir vestan við sókanrbörn og nefnd,og núna síðast á Selfossi við sóknarbörn,og áður en þeir sem vilja vanda um,kynnið ykkur einfaldlega fréttir og heimildir og það er líka hægt að fletta þessu upp í blöðum frá þessum tíma.

Klakinn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:42

6 identicon

éghef nu ekki tekið eftir neinum leiðindum hjá honum gunnari ! í fermingafræðslu i hittifyrra voru allir anægðir með hann , já allir ( nema kannski 5 manns af 100) ! ég trúi þessu bara ekki að eþtta geti gerst! hann er alltaf svo almennilegur og einhvað .

rakel (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:59

7 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Það getur verið að hann hafi ekki gert þetta, en það er búið að sanna að hann hefði gert það ef honum hefði dottið það í hug."

Skilurðu sjálfur þessa setningu ??

ef svo er, geturðu útfært hana, þannig að við sauðsvartur almúginn skiljum hana !  :)

Ingólfur Þór Guðmundsson, 4.5.2008 kl. 12:08

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég vil bara benda á færslu mína um þetta mál..

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/528947/


Ég hef þekkt til séra Gunnars í meira en 30 ár, þetta er ekkert nýtt fyrir mér.. og þetta var ekki nýtt fyrir Veroniku fyrrverandi eiginkonu Gunnars sem skildi við hann um 1980 vegna svona mála vestur á bolungarvík.


Óskar Þorkelsson, 4.5.2008 kl. 12:50

9 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

jamm, kærur á hendur þessa manns  hefðu mátt berast muuuun  fyrr....

Harpa Oddbjörnsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:03

10 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Óskar Arnórsson!  Gott að heyra í þér.  Nú hef ég ekki hugmynd hvort hinn grunaði prestur sé sekur eða saklaus.  En það er ekki mitt að rannsaka eða dæma.  En það þarf að fara eftir lögum.

Hitt er annað mál, þegar þú talar um það þegar fullorðnir trúa ekki börnum, jafnvel foreldrar trúa ekki börnunum sínum og segja: "Vertu ekki að fara með svona vitleysu.  Hættu þessi bulli drengur."  Þetta þekki ég mjögvel af eigin reynslu.  Síðan kemur eineltið.  Fjölmiðlar og félagsfræðingar o.þ.h., tala um einelti jafnaldra á jafnöldrum.  Það er hreinn barnaleikur miðað við það sem ég var vitni að, að hluta og upplifði að hluta.  Þekkir þú einelti kennara á nemendur, þá sérstklega barnaskólanemendur?  Í tólf ára bekk lagði kennarinn alla þá sem áttu heima í Kamp Knox og voru í bekknum í einelti.  Einnig ef börnin komu frá erfiðum / brotnum heimilum.  Hún refsaði þeim með líkamlegum refsingum, eins og t.d., að láta þau standa í skammarkróknum og halda höndunum upp í loft þangað þau urðu örmagna og hendurnar sigu, þá trylltist hún og hótaði þeim ef hendurnar héldust ekki á lofti.   Þeir sem voru lesblindir lentu einnig illa í þessu.  Þá var ekki búið að "uppgotva" lesblindu.

Svo kemur versta tegund eineltis: Foreldrar sem leggja börnin sín í einelti, annað hvort mamman eða pabbinn eða bæði.  Það þekki ég.  Þá er fokið í öll skjól.  En þetta á sér stað, og eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr 16 árum í 18 ár, þá er loku fyrir það skotið að ungt fólk sem þarf að þola einelti á heimilinu geti flúið til að losna undan ægivaldi foreldris.  Ekki þýðir fyrir slíka unglinga að fara til barnaverndafélaganna, það fólk á vanda til að trúa ekki börnum, og mín reynsla af þeim félagsskap er að þau fyrirlíta börn.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 5.5.2008 kl. 20:34

11 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ingólfur Þór, ég vissi ekki að þú værir ljóshærður (blondína) en nú skal ég útskýra fyrir þér setninguna. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki gert það fyrr, er að ég var að bíða eftir því að fleiri blondínur gæfu sig fram, svo ég þyrfti ekki að útskýra oftar en einu sinni.

Saga fyrir fullorðin börn.  Réttarfar í íslensku smáþorpi.

Einu sinni var gerð tilraun með að hafa KVIÐDÓM við réttarhöld á Selfossi.  Maður var kærður fyrir að hafa stolið reiðhjóli.  Í réttarhöldunum stóðu saksóknari annarsvega og verjandi hinsvegar svo frábærlegavel að kviðdómendur stóðu á öndinni og vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga.  Eftir að hafa dregið sig afsíðis til að ræða hver úrskurðinn skyldi vera, komu kviðdómendur til baka í réttarsalinn og sögðust hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu, sem var:  "Sannað þykir að hinn ákærði stal aldrei reiðhjólinu.  Á hinn bóginn þykir sannað, að hefði hinn ákærði fengið tækifæri til þess, þá hefði hann stolið reiðhjólinu." 

Eitthvað fleira sem þú skilur ekki Ingólfur Þór?  Láttu mig vita og ég skal útskýra fyrir þér.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 5.5.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband