31.1.2008 | 15:33
Er Svava Johansen karlremba eða.....?
Svona umræða um kynjakvóta gerir konur og viðskiptaráðherra að athlægi. Er hægt að krefjast 40% kynjakvóta í leikskólum landsins, hjúkrunar- og umönnunarstörfum, sjómannastétt, vörubíla- og þungavinnuvélaþjónustu, pípulagningastéttinni, murarastéttinni o.s.frv.? Hversvegna einungis á efstu stöðum? Þegar kvennaframboðið var stórt og voldugt á Alþingi Íslendinga, þá höfnuðu þær því að taka þátt í meirihlutasamstarfi ríkisstjórnar þegar þær fengu tækifæri til þess. Þær vildu fá að sitja í aftursætinu og kvarta og kveina eins og "backseat drivers", án þess að bera ábyrgð.
Ég segi ekki að allar konur séu slíkar, það er af og frá, en konur hafa tilhneygingu til að vera vinstrisinnaðar og kvartandi og kveinandi eins og Kolbrún Halldórsdóttir og fleiri henni líkar.
Svava Johansen þorir að vera á móti svona vitleysis kvótalögum, ber virðingu fyrir sjálfri sér fyrir að vera kona, og er sannanlega til fyrirmyndar. Ef skoðanakönnun yrði gerð, einungis hjá konum, tel ég að meirihlutinn yrði hlynntur því að kvótinn yrði settur á, -en- fyrir aðrar konur, "bara ekki ég" eins og sagan um litlu gulu hænuna kenndi okkur í 7ára bekk í gamla daga.
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að flestar konur eru á móti þessu, sérstaklega þær konur sem vilja vinna á slíkum vettvangi(framakonur). Efast að þær vilja gera lítið úr sér með einhverju jafn lítilækandi og kynjakvóta.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.1.2008 kl. 15:40
Ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem hásetar á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem skipstýrur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem stýrikonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem netakonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem baader kona á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem bátskonur á frystitogara, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem múrarar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem píparar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem rafvirkjar, ég styð þetta 110% um leið og 100 konur gefa kost á sér sem smiðir. Meðan sá listi kemur ekki fram þá er þetta ótrúverðugt og sýnir að sumar konur vilja bara fá rjómann af kökunni fyrir það eitt og sér að vera kona og það styð ég engan veginn.
Sævar Einarsson, 31.1.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.