23.8.2007 | 00:58
Tökum bjórhátíðina "Oktoberfest" í München til fyrirmyndar.
Þegar ég dvaldi fyrir mörgum árum í Bæjaralandi nálægt München við nám, fórum við nokkur skólasystkyn að skemmta okkur í Oktoberfest og fá okkur "nokkrar" líters bjórkollur ásamt Bratwurst, Sauerkraut, kjúklingalærum og kjúklingabringum þangað til að nokkrir okkar vorum yfirliði bornir af meðreiðarsveini okkar, honum Bakkusi.
Þá bregður svo við, að sögn hinna skólasystkynanna sem gátu haldið vöku sinni, að við vorum bornir stuttan spöl af starfsmönnum Oktoberfest í tjald eitt mikið. Í því voru einfaldir legubekkir með dýnum klæddum gúmmídúk (auðvelt að þrífa/spúla) með teppaábreiðum og vatnsfötu við hlið hvers bekkjar, handa okkur gleðimönnunum að gubba í eftir þörfum. Þarna voru einnig hlandrennur miklar, í formi gríðarlegra þakrenna (líkt og var í Hafnarbíói gamla og Trípólíbíói) og þar var hægt að stunda þvaglát og elgingar (að æla) eins og hver vildi.
Engra lækna né hjúkrunarkvenna var þörf, aðeins kröftugs starfsmanns til að styðja menn til og frá hlandrennunum góðu ef með þyrfti. Kostnaðinum var haldið í algjöru lágmarki, og þurftu þeir sem þarna höfðu gist, þ.e., þeir sem áttu skildinginn, að greiða um 5 DM (þýsk mörk) fyrir næturdvölina, og vorum við kvaddir með hlýju brosi og boðnir velkomnir aftur, hvenær sem þörf væri. Var okkur sýnd kurteisi og virðing eins og okkur hafði verið sýnd við komuna á Oktoberfest.
Áfengisdauðum verði sinnt í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.