Leifur heppni - eða - Leifur Eiríksson.

Frá því í barnaskóla fyrir 56 árum síðan var alltaf skrifað í íslandssögubókum svo og talað um "Leif heppna"son "Eiríks rauða".

Mörgum árum síðan var byggð flugstöð á Keflavíkurflugvelli og hún kölluð "Flugstöð Leifs Eiríkssonar" og eftir það hef ég ekki heyrt minnst á Leif heppna.

Á styttu Leifs heppna á Skólavörðuholti fyrir framan Hallgrímskirkju stendur skírum stöfum: "Leifur heppni sem fann......"

Kveðja.


mbl.is Leifur úti undir beru lofti á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ein stór athugasemd :  Flugstöð Leifs "heppna" Eiríkssonar er í Sandgerði eins og megnið af flugvellinum, ekki Keflavík.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.8.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Flugvöllurinn heitir samt "Keflavíkurflugvöllur" en ekki "Sandgerðisflugvöllur" og flugstöðin heitir því miður ekki Flugstöð Leifs "heppna" Eiríkssonar, heldur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hjartans prédikarinn minn.

Sigurbjörn Friðriksson, 23.8.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband