23.8.2007 | 00:02
Leifur heppni - eða - Leifur Eiríksson.
Frá því í barnaskóla fyrir 56 árum síðan var alltaf skrifað í íslandssögubókum svo og talað um "Leif heppna"son "Eiríks rauða".
Mörgum árum síðan var byggð flugstöð á Keflavíkurflugvelli og hún kölluð "Flugstöð Leifs Eiríkssonar" og eftir það hef ég ekki heyrt minnst á Leif heppna.
Á styttu Leifs heppna á Skólavörðuholti fyrir framan Hallgrímskirkju stendur skírum stöfum: "Leifur heppni sem fann......"
Kveðja.
Leifur úti undir beru lofti á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ein stór athugasemd : Flugstöð Leifs "heppna" Eiríkssonar er í Sandgerði eins og megnið af flugvellinum, ekki Keflavík.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.8.2007 kl. 00:26
Flugvöllurinn heitir samt "Keflavíkurflugvöllur" en ekki "Sandgerðisflugvöllur" og flugstöðin heitir því miður ekki Flugstöð Leifs "heppna" Eiríkssonar, heldur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hjartans prédikarinn minn.
Sigurbjörn Friðriksson, 23.8.2007 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.