6.8.2007 | 13:34
Einhver hissa? Hvað kostar áfengið?
Svo virðist sem aðalástæðan fyrir því að fólk (mis-)notar ólögleg fíkniefni önnur en áfengi er að ólöglegu fíkniefnin eru orðin ódýrari til kaups en löglegt áfengi. Annaðhvort er að lækka áfengisverð eða sætta sig við þessi lögbrot.
Fyrr á öldum, allt fram á þennan dag hafa menn verið hundleltir fyrir heimabrugg. Síðan er leyft að selja í sérverslunum með bruggtæki, svo og matvöruverslunum, efni og tæki til áfengisbruggunar, og enginn hefur drepist af því? Þegar áfengissala var leyfð í BNA (USA) þá nánast hurfu glæpir vegna áfengisbruggunar, sölu og dreifingar.
Hvenær ætlum við að læra?
![]() |
Ellefu fíkniefnamál komu upp á þjóðhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu ekki að djóka eða ?
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 14:04
Guðrún, þetta sem maðurinn var að segja er hárrétt. Eins og talað úr mínum munni !
Gunnar (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.