12.7.2007 | 18:07
............vísindamenn eru nú að rannsaka hvort koltrefjafæturnir gefi Oscari óréttmætt forskot.
Í greininni "Pistorius býr sig undir keppni á Gullmóti" er í lok greinarinnar um; hvort koltrefjafæturnir gefi Oscari óréttmætt forskot.
Þá er rétt að minnast þess þegar stangastökkvarar kepptu með þráðbeinar ósveigjanlegar járn- eða stálstangir. Þá komu til sögunnar "fíberplaststangir" sem svigna mjög og bókstaflega fleygja keppendum yfir þverslána, og gáfu þannig forskot (réttmætt eða óréttmætt).
- Þetta olli þónokkrum deilum, en síðan varð það ofaná að fíberstangirnar voru leyfðar, sem olli því að ekki eru ósveigjanlegar járn- eða stálstangir notaðar lengur.
Kveðja.
Pistorius býr sig undir keppni á Gullmóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að eðlilegir fætur verði úreltir og að allir helstu hlauparar fari að limlesta sjálfa sig til að standast samkeppni er einmitt það sem íþróttaráðið vill koma í veg fyrir.
Össur (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 18:36
Kannski rétt að bæta við að raunverulegt nafn mitt er Össur og ég hef ekkert með fótafyrirtækið að gera :p
Össur (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.