7.8.2014 | 03:12
Það var VÉLAVAL-Varmahlíð hf sem hóf innflutning á tilbúnum innréttingum í lausagöngufjós.
Þegar Kristján Sigurpálsson var eigandi og forstjóri fyrir VÉLAVAL-Varmahlíð hf í Skagafirði, sem hann síðan seldi, sá hann fyrir því að fyrstu tilbúnu innréttingarnar í lausagöngufjós voru fluttar inn til landsins, tilbúnar til uppsetningar.
Þá kostaði stálið, komið inn á fjósgólf tilbúið til uppsetningar, um helming lægra, en ósöguð og óbeygð stálrör út úr kaupfélaginu frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Þá þurfti ekkert nema að bora fyrir múrboltum í fjósgólfi og síðan skrúflykla til að setja einingarnar saman, það þurfti ekkert að galvanisera, saga eða beygja, það kom allt tilbúið, eins einfalt og það gat verið.
Þetta gleymist því miður, því þar var mikið brautryðjendastarf unnið, t.d., þá voru fluttir inn fyrstu haugtankarnir sem kostuðu innan við 1/5, já, 20% af kostnaði við 5 stjörnu haugkjallara undir fjósunum og fjárhúsunum.
Flórsköfur, stjórnað með vökvadrifnum kerfum og einnig með keðjudrifnum mótorum. Mannshöndin kom hvergi nálægt.
Einnig átti hann heiðurinn af þvi að náttúruleg loftræsting, þ.e., opnir mænar sem héldu snjó og vindi frá en hleyptu fersku lofti út og inn með vindtefjandi netum í gluggum á fjóshliðunum og héldu hitastigi í fjósum og fjárhúsum í ákjósanlegu hitastigi.
Þetta gleymist því miður.
Ískenskur landbúnaður á Kristjáni Sigurpálssyni mikið að þakka. Það voru margir sporgöngumenn og fyrirtæki sem komu á eftir og vildu hirða heiðurinn.
Því má ekki gleyma.
Kær kveðja,
Sigurbjörn Friðriksson, fyrrverandi sölumaður hjá VÉLAVAL-Varmahlíð hf
sími: 8-67-37-07 & bjossi@fasttorg.is
Sakar yfirdýralækni um skítkast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.