11.12.2010 | 21:20
....en Kissinger var sjálfur Gyðingur.....
Sagt var:"Gyðingar eru Gyðingum verstir..." Ég man ekki í hvaða samhengi það var, getur einhver hjálpað mér með það??
Nixon fannst gyðingar óþolandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Sigurbjörn Friðriksson
Björn bóndi.
Vitur og mér betri maður kenndi mér að virða eftirfarandi;
Aldrei, undir neinum kringumstæðum, að treysta eftirfarandi aðilum:
1. Aldrei að treysta Bakkusi.
2. Aldrei að treysta stjórnmálamönnum.
3. Aldrei að treysta opinberum starfsmönnum.
4. Aldrei að treysta fjölmiðlamönnum.
5. Aldrei að treysta Femínistum.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- baldher
- berglindnanna
- blekpenni
- bofs
- cigar
- doddibraga
- don
- gammon
- gattin
- gislihjalmar
- glamor
- gthg
- heidathord
- heidistrand
- hlinnet
- jari
- joiragnars
- jonsnae
- kaffi
- kolgrimur
- lindalea
- malacai
- olofdebont
- ragnarfreyr
- sigurdursig
- sirrycoach
- skagstrendingur
- skattborgari
- svanurg
- vefritid
- venus
- vest1
- zeriaph
- naflaskodun
- islandsfengur
- prakkarinn
- kamasutra
- askja
- morgunbladid
- t24
- siggigretar
- stjornuskodun
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki það sama og þegar sagt er að frændur séu frændum verstir? Hef ekki heyrt þetta um gyðinga. Hef ekki heldur heyrt að Kissinger hafi verið gyðingur, en það er annað mál.
Jón (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 21:45
Wikipedia lýgur oft en vonandi ekki þessu:
Kissinger was born Heinz Alfred Kissinger in Fürth, Bavaria, Weimar Republic to a family of German Jews. His father, Louis Kissinger (1887–1982) was a schoolteacher. His mother, Paula Stern Kissinger (1901–1998), was a homemaker. Kissinger has a younger brother, Walter Kissinger. The surname Kissinger was adopted in 1817 by his great-great-grandfather Meyer Löb, after the city of Bad Kissingen.[4] In 1938, fleeing Nazi persecution, his family moved to New York.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2010 kl. 21:59
Kanski var Kissinger alveg sama um það að hann hafi verið gyðingur, hafi bara verið á móti Sovétmönnum, sama hvaða trúar eða kynþáttar þeir voru.
Arngrímur Stefánsson, 11.12.2010 kl. 23:03
Tjah... Samkvæmt þessu sagði Kissinger að bandaríkjamönnum væri alveg sama þótt gyðingar hefðu verið leiddir í gasklefana, það mætti vel lesa slík ummæli sem ádeilu á tregðu bandaríkjamanna til að taka þátt í heimsstyrjöldinni. Hitt er mögulegt að hann hafi verið sjálfhatandi gyðingur en það hljómar ekki sérstaklega sannfærandi.
Páll Jónsson, 11.12.2010 kl. 23:44
Ég las ekki nægilega langt í fréttinni. Þetta hljómar vissulega illa ef satt er.
Páll Jónsson, 11.12.2010 kl. 23:46
Hverjum er ekki sama hvað einhverjum gömlum og leiðinlegum kalli sem komst óverðugur í gott embætti fannst um gyðinga? Maðurinn er dauður og liggur í gröfinni. Old News! Og það vita þetta allir fyrir löngu, löngu síðan. Maður var að lesa um skoðanir hans á gyðingum samkvæmt þessum segulböndum sem einhver gróf upp fyrir meira en ári síðar í heimspressunni. Afhverju er þetta allt í einu frétt aftur? Nútíminn er óendanlega miklu áhugaverðari en þessi Mannkynssagan fyrir sveitalubba 103 hér á mbl.is. Neikvætt gjamm einhverra karlfuska um gyðinga er ekki sérlega sjaldgæft, og því síður áhugavert í sjálfu sér. Fólk í valdastöðum er almennt ekkert merkilegra en þeir sem kjósa það í embætti og því er þetta í sjálfu sér engar fréttir.
:( (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 05:18
fyrir það fyrsta, þá lígur wikipedia sjaldnar heldur en margur heldur.
svo var Kissinger Bandaríkjamaður í sínum huga, svo gyðingur. sovéskir gyðingar voru ekkert annað en sovétmenn í huga hans. Kissinger er afkvæmi utanríkisstefnu bandaríkjanna og er umdeildari í dag heldur en fólk getur ýmindað sér.
el-Toro, 12.12.2010 kl. 10:52
Um tvo af svæsnustu gyðingahöturunum: Því er haldið fram, að Ahmedinejad forseti Írans sé af gyðingaættum og það hafi einnig Adolf frændi verið. Það er ekki búið að sanna neitt, en skv. Wikipedia gefa DNA-sýni úr nánum ættingjum Hitlers til kynna blóðbönd við gyðinga og afríkana (sjá: http://www.dailymail.co.uk/news/worldnews/article-1305414/Hitler-descended-Jews-Africans-DNA-tests-reveal.html ).
Annars held ég ekki, þótt Kissinger hafi verið í afneitun varðandi gyðingdóm, að gyðingar séu neitt betri eða verri en allir aðrir hvað varðar hollustu við uppruna sinn, þegar að þeim er þrengt. Samt er hollusta mín við baráttu Sinn Féin við brezku krúnuna örugglega sökum þess að formóðir mín á landnámsöld var írsk ambátt. Enda finnst mér gott í staupinu eins og Írum er svo tamt.
Vendetta, 12.12.2010 kl. 13:40
Var ekki Robert (Bob) Fischer skáksnillingur hálf útskúfaður í Bandaríkjunum fyrir að hata Gyðinga, þótt hann hafi verið Gyðingur sjálfur?
Svo var Dorrit Mussajeff forsetafrú á Íslandi eitthvað foxill út í Ísraelsmenn þegar þeir gerðu henni lífið leitt áflugvelli í Tel Aviv og formælti sínum ættmennum í því landinu.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 12.12.2010 kl. 18:48
Gyðingar eru ekki kynþáttur heldur tiltekin trúarafstaða. Bob Dylan var fæddur og uppalinn af gyðingum. Hann afsalaði sér gyðingdómi á seinni hluta áttunda áratugarins og gerðist kristinn. Sama má segja um Leonard Cohen sem gerðist búddisti.
Jens Guð, 13.12.2010 kl. 02:08
Jens Guð minn góður.
Reyndu að segja það fólki sem er gyðingatrúar og er ekki afkomendur Ísaks Abrahamssonar sem reyna að flytjast til Ísrael. Ef þeir eru af öðrum litarflokki en Semítarnir (Gyðingarnir) í Ísrael og sannanlega afkomendur Ísaks, þá komast þeir ekki inn í Ísrael sem gyðískir innflytjendur.
Það segir sagan þessarar aldar og seinnihluta þeirrar síðustu, um t.d., svertingja frá Afríku og fleiri sem eru Gyðingatrúar. Hinsvegar, Semítar sem eru komnir af Ísmael Abrahamssyni, hálfbróður Ísaks og sonur Hebu egypskar ambáttar Abrahams sem rekin var í útlegð með son sinn Ísmael til að deyja í eyðimörkinni að kröfu Söru, eiginkonu Abrahams og móður Ísaks.
Semítar sem eru afkomendur Ísmaels Abrahamssonar eru Arabar. Hinsvegar neita Gyðingar að viðurkenna náfrændur sína Araba sem Semíta og tala jafnvel um "and-semítískan" áróður Araba þegar Arabar reyna að rétta hlut Palestínumanna gagnvart Ísraelmönnum og ýmislegt mikið fleira í þeim dúr og öðrum.
Svona er nú það, Jens Guð minn góður.
Með bestu kveðjum, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 18:00
Ég þekki ekki vel til hvernig harðlínu gyðingar skilgreina þetta. Nema núna eftir að hafa lesið þína útlistun á því. Ég veit ekki hver skilningur manna á borð við Bob Dylan og Leonard Cohen er á þessu. Dylan hefur horfið frá kristni og hallað sér aftur að gyðingdómi. Að mér skilst við mikil fagnaðarlæti mömmu hans sem er afar upptekin af því að vera gyðingur.
Jens Guð, 15.12.2010 kl. 00:28
Sigurbjörn: And-semítíski áróðurinn í Palestínu er nú líka svo sturlaður að maður getur ekki annað en hlegið móðursýkislega að sumum dæmunum (mikka mús knokkoffið sem kennir börnum að gyðingar stundi mannát?!?).
Páll Jónsson, 17.12.2010 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.