13.11.2010 | 18:14
Siðaskiptin árið 1.000 árum var pólitísk ákvörðun og kom TRÚ ekkert við.
Að segja að ríkiskirkjan / þjóðkirkjan sé hluti af menningu þjóðarinnar og sögu og eigi því ekki að aðskilja hana ríkinu, þá má alltént segja að Kreppan sem okkur var steypt í af mannavöldum, sé orðin hluti af sögu og menningu þjóðarinnar og þurfi því að vernda Kreppuna. Ríkisirkjan er Kreppa sem íslensku þjóðinni var steypt í af mannavöldum fyrir 1010 árum, - hvorki nátturulegt né yfirnáttúrulegt fyrirbæri - sem við þurfum að losa okkur við. Hörmungarnar sem þessi þjóðkirkja (sem kemur hvorki Guðstrú né Kriststrú nokkuð við) hefur leitt yfir þjóðina með galdrabrennum, bannfæringum og geþótta boðum og bönnum, aftökum (morðum), eignainnlausnum svo sem, jarða, reiðufés, búfjár o.fl og fl. Bann við hrossakjötsáti sem er sér íslenskt fyrirbæri, fundið upp af íslensku Þjóðkirkjunni og varð því valdandi að fólk sem svalt heilu hungri og sá ekki annað kjöt til átu en hrossahræ sem á stundum lágu á víðavangi mátti ekki leggja sér að til munns til að seðja hungur sitt nema að viðlagðri bannfærinu kirkunnar fyrir alla þá sem neyttu kjötsins (blessuð börnin einnig). Bannfæring þýddi útskúfun frá Himnaríki og eilífan bruna í eldum Helvítis að tilstuðlan kirkjunnar.Kommúnisminn í löndum fyrrum Sovétríkjanna er tengdur sögu þeirra og menningu. Eiga þeir þá að halda kommúnismanum í heiðri.... með sömu rökum og halda í við Þjóðkirkjuna..???Það er mjög áríðandi að gera sér grein fyrir því að TRÚ hrein og tær eins og hún getur verið og TRÚARBRÖGÐ eru ekki einn og sami hluturinn. Uppskriftin að trúarbrögðum er einhvernveginn svona= 1% guðstrú + 99% valdagræðgi, peningagræðgi, serímóníur, froðusnakk, fordómar, forréttindi þjóna kirkunnar, skraut, hræsni, fyrirlitning á almúganum og svo er búið að gera trúna að vísindum sbr. Vatíkanið og Háskóli Íslands t.d., o.s.frv. Barnatrúin er fyrir bí ... (heyrðu - hver var það aftur sem sagði: "Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkra heyrir Guðsríki til. Ég segi yður, hver sem ekki trúir á Guð eins og barn, mun ekki í Guðsríki komast" ....?? Var það ekki einhver Jesú Kristur - eða hvað hann nú hét. Það er löngu búið að gleyma því að sjálfsögðu). Á tímabili mátti aðeins hafa biblíuna á latínu, svo almúgurinn gæti ekki lesið hana og skilið og frætt sig sjálft á því sem stæði í henni. Að vísu má taka út þetta 1% (trúna) án þess að skaða trúarbragða-kokkteilinn. Ég styð trúfrelsi. Einnig trúarbragðafrelsi. Það þarf bara að gera öllum jafnt undir höfði. Engin ein trúarbrögð hafi forréttindi yfir öðrum. Trú er góð, yfirleitt, hver sem hún er. Trúarbrögð eru það yfirliett ekki. Ekki frekar en pólitískar stefnur og flokkar, en það er óþarfi að banna slíkt nema þá helst Nazismann, Zíonismann og Kommúnismann (sem hafa verið trúarbrögð að vissu leyti), ... en svona er það nú samt, lengi lifir í gömlum glæðum. Aðskiljum því kirkju og ríki, svo öll dýrin í skóginum geti verið vinir.
Mér datt þetta si svona í hug.
Kveðja, Björn bóndi
Þverrandi traust áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ólýðræðislega aðför að kirkjunni. Fjöldi manns býður sig fram til stjórnlagaþings til þess eins að koma að sínum einkahugmyndum, aðskilnaði ríkis og kirkju. GAMLA Stjórnarskráin tryggir að hægt sé að skipta um sið, EF meirihluti landsmanna vill það, í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Fjöldi frambjóðenda til Stjórnlagaþings vill bæði aðskilnað og losna við áhrif forseta, sem þýðir að það verður enginn að biðla til vilji þjóðin slíka atkvæðagreiðslu. Hvernig sem niðurstaðan verður er ólýðræðislegt að grípa frammi fyrir hendurnar á þjóðinni með þessum hætti og ákveða fyrir hana, án þjóðaratkvæðagreiðslu, að aðskilja ríki og kirkju. Það er ELÍTÍSMI! Og það án þess að eiginleg "elíta" komi til, en EKKI LÝÐRÆÐI! Stjórnlagaþing má ekki verða bara angi af alþingi og ólýðræðislega andanum sem ríkir þar, að grípa frammí fyrir hendurnar á fólki og vanvirða lýðræði þess. Þjóðin ræður sjálf hvort hún vill aðskilja ríki og kirkju, EKKI einhver sjálfskipuð elíta á Stjórnlagaþingi. Vilji hún það, er það lýðræðislegur réttur hennar, tryggður í gömlu stjórnarskránni. Vilji hún það ekki, þá er ekkert glæpsamlegt við að þjóð velji sinn sið sjálf. Við færum varla til Laos og myndu hneykslast gífurlega á Búddhismanum þar. Hópar eins og hópurinn á Facebook um að kjósa sérstaklega til stjórnlagaþings til að kjósa burt Þjóðkirkjuna eru dæmi um fáfræði og aðför gegn lýðræðinu. Þjóðin ræður sjálf! Stjórnlagaþing á ekki að vera hérna til að "ákveða fyrir fólkið", Alþingi hefur gengið nóg fram af þjóðinni með elítisma, bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn og þjóðin hefur fengið nóg af slíku! STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!
VARIST ÚLFA Í SAUÐARGÆRU Á STJÓRNLAGAÞINGI! (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.