13.10.2010 | 15:22
Íslenskukunnátta fjölmiðlamanna er ábótavant í orðaforða.
"Kvendýrs-hvalur" heitir kýr. "Karldýrs-hvalur" heitir tarfur. "Afkvæmi hvals" heitir kálfur.Ætli þessir fjölmiðlamenn sem virðast ekki kunna á orðaforða Íslenskunnar tali um "Kvenkyns nautgripi", "Karlkyns nautgripi" og "Nautgrips barn" ??Í Fréttablaðinu þegar það var ungt að árum las ég um "Karlkyns kindur". Það er erfitt fyrir fjölmiðlafólk að átta sig á því hvað "Hrútur" er.
Kveðja, Björn bóndi
Hnúfubakur víðförlastur allra spendýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verðug pæling, Björn :) Í anda þessara nýyrða mætti ímynda sér að konur verði kallaðar "kvenkyns maður" í stað "kvenmaður", karlar "karlkyns maður" í stað "karlmaður" en hvað skyldu blessuð börnin verða kölluð í stað "mannsbarn"? :)
Kolbrún Hilmars, 13.10.2010 kl. 16:10
Það er oft mjög gaman af því að lesa fréttir og velta því fyrir sér í hvaða skóla sá sem skrifaði fréttina var í.
Hannes, 13.10.2010 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.