1.4.2009 | 02:49
"Samkvæmt lögunum eru það einungis feður og afar sem geta fengið forræði yfir börnum."
Við höldum áfram að fordæma Múslima fyrir þeirra mannréttindabrot sem framin eru á grundvelli "trúarbragðanna" þeirra.
Maður líttu þér nær! Vér Íslendingar, uppfullir af sjálfsréttlætingu. Samkvæmt íslenskum lögum (ekki íslömskum N.B.) eru það einungis mæður sem geta fengið forræði (alræðisvald) yfir börnum, burtséð frá óskum föður eða barns, nema í örfáum undantekningartilfellum sem telja e.t.v.,um 5% tilfella. Móðirin þarf að vera fárveikur og bullandi dópisti og/eða geðsjúklingur til að hægt sé að dæma forræðið af henni. Hún getur neitað barninu um umgengni við föður sinn eins lengi og hún vill, því Femínistar á Íslandi fara í fjársafnanir til að greiða dagsektir sem þær eru dæmdar í fyrir að fara ekki að fyrirmælum dómsúrskurðar Sýslumannsembættisins eða Dómsmálaráðuneytisins.
Samkvæmt íslenskum lögum má dómari ekki úrskurða sameiginlegt forræði. Íslenskur dómari verður að dæma fullt forræði og gerir það þá nánast undantekningarlaust til móðurinnar. (Vitnað í Dögg Pálsdóttur hrl).
Annarsgeta þær leyft umgengni í fjórða hvert sinn og losnað þannig við dagsektir. Þetta erhægt að fá staðfest hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Annar sálfræðingurinn sem sér um að semja milli foreldra í umgengnisdeilu hefur sagt m´ðer það þegar ég stóð í umgengnisdeilu. Þessu var beitt gegn mínu barni og hún fór létt með það með dyggri hjálp lögfróðra Femínista.
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Karlar fá meiri völd yfir konum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)