Oscar Pistorius er "full frískur".

Í fréttinni er skrifað:  "Munaði minnstu að hann væri meðal keppenda á Ólympíuleikunum sjálfum meðal full frískra í Peking á síðasta ári."

Enn einu sinni kemur þessi hvimleiði misskilningur fjölmiðamanns um að fötlun sé sama og sjúkdómur.  Þó það vanti fingur á vinstri eða hægri hendimanns, þá er hann ekki veikur.  Þó hann vanti báða fæturna, þá er hann ekki sjúklingur, sérstaklega ef hann er kominn á stjá og farinn að keppa á Ólympíuleikunum. Bara rétt eftir slys, meðan verið er að ná sér.

Ég veit að þetta fer óskaplega fyrir brjóstið á þeim mörgu fötluðu sem lifa ákaflega heilbrigðu og góðu lífi með fötlun sinni sem getur verið allavegana.  Hinsvegar veit ég fyllilega hvað blaðamaðurinn hefur átt við, en því miður komst hann "thorkell@mbl.is" ekki betur að orði, en svona er það þegar menn vanda sig ekki með fréttaskrifin.  Thorkell:  Fötlun er ekki sjúkdómur. Sýndu nú fötluðum skilning ásamt stuðningi og biddu þá afsökunar. 

Annars tel ég það að vera fjölmiðlamaður sama og hafa sjúkdóm.  Það er, að miðla neikvæðum og slæmum fréttum til almennings, nánast eingöngu.  Það hlýtur að vera einhver geðveiki í því.

Kær kveðja, Björn bóndi   Smile

 


mbl.is Hlaupagarpurinn Oscar Pistorius ætti að ná sér að fullu eftir bátsslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband