22.1.2009 | 10:35
Mótmælandi með kornabarn sitt bundið um sig að framan.
Það er allt gert til áróðursbragða. Í gærkveldi, í Kastljósinu voru sýndir mótmælendur sem voru að gera aðsúg við Stjórnarráðið. Þar var einn mótmælandi, karlmaður, með klút um andlitið og hafði hann kornabarn bundið um sig að framanverðu! með þar til gerðum "axlaböndum". Það hefði orðið ansi gott áróðursbragð um "ofbeldi lögreglunnar" ef þessum manni hefði tekist að fá lögreglumann til að stugga við sér: "Lögreglumaður ræðst á og sýnir föður með kornabarn í fanginu, ofbeldi ... o.s.frv." Það eru fleiri en Eva Norn og Helga Vala Helgadóttir fjölmiðlamaður sem otar afkvæmi sínu til áróðursbragða. Hver t.d., kom með 11 ára barn sitt í skíðagalla inná Alþingishúsgarðinn, til að geta síðan hrópað: "Ofbeldi Lögreglunnar á börnum" (það var Helga Vala fjölmiðlamaður og móðir handtekins mótmælanda (17 ára "stúlkubarns") sem hrópaði í viðtali við sjónvarpsfréttamann). Helga Vala skammaðist sín heldur ekki fyrir það að segja að: "Hún hefði alið dóttur sína upp við það hvernig ætti að mótmæla" í sjónvarpsviðtalinu. - Svei!
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)