4.7.2008 | 12:09
Mannréttindi að fá að deyja með reysn.
Ef fólk er orðið þreytt á lífinu, búið að skila lífsverki sínu, telur sig ekki eiga neina framtíð, jafnvel (sem er ekki í þessu umrædda tilviki) er helsjúkt af sjúkdómi sem þýðir e.t.v., miklar þjáningar og angist allt til dauðadags; hvers vegna má það fólk ekki deyja að eigin ósk með hjálp vinar, ættingja, maka eða t.d., læknis, til að forða því að fara út í e.t.v., sóðalegt sjálfsvíg, með byssu, hnífi, hengingaról eða drekkingu, svo eitthvað sé nefnt.
Sumir þeir sjúklingar sem ég tel að eigi rétt á að fá að deyja að eigin ósk eru svo illa karlægir að þeir geta ekki komist út í apótek til að kaupa sér hráefni í lyfjakokkteilinn góða sem minnst er á í fréttinni til að blanda kokktelinn sjálf. Hví má ekki veita aðstoð? Þetta er leyft í a.m.k., Hollandi og ég held fleiri löndum. Þar verður þetta að vera "uppi á borðinu" svo ekki sé misneyting til að koma einhverjum fyrir kattarnef, sem ekki vill deyja. Þar er þetta yfirleitt framkvæmt á sjúkrahúsi undir eftirliti, til að tryggt sé að allt sé með felldu.
Með kveðju,
Björn bóndi.
![]() |
Lögum breytt vegna aðstoðar við sjálfsvíg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)