Þessi auglýsing SÍMANS á 3-D farsímanum er að mínu mati, bæði sniðug og skemmtileg. Ef kaþólikkar eru fúlir út í þessa auglýsingu, þá geta allir þeir sem eru andfúlir vera illir út í Ópal augýsinguna og hóta að kaupa aldrei vörur frá Ópal framleiðendunum o.s.frv.
Hinsvegar þá virðist hún vera alltof dýr, allt of margir leikarar, það vantar bara Charlton Heston ameríska (Biblíu-kvikmynd-leikarann sem var aðalstjarnarn í öllum stóru Biblíusögumyndunum, [það var hann sem virtist alltaf vera að rembast við að kúka]) til að gera útslagið með þá vitleysu.
Það er bara eitt, auglýsingin er sýnd alltof oft, sama hvað hún er sniðug og skemmtileg, þá er hún leiðigjörn eftir skamman tíma.
Bestu, skemmtilegustu, ódýrustu og minnst leiðigjörnu auglýsingarnar, sem hægt er að horfa á aftur og aftur - og skila sér sem söluauglýsingar - tel ég vera; THULE, FLÜGGER, ÓPAL, FETA, nokkrar mjólkurafurða-auglýsingar frá MJÓLKURSAMSÖLUNNI, og svo örfáar aðrar sem ég man ekki í fljótu bragði.
Mér datt þetta sisona í hug.
Bless, Björn bóndi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2008 | 11:23
Þetta er ekki spurning um eitt ár lengur í lífinu, heldur hversu mikið líf í árunum!!
´
Það er ekki spurning um 1,8 milljónir til að lengja lífið um eitt ár. Heldur aðallega að gera líf þeirra kvenna sem annars hefðu fengið leghálskrabbamein betra og með auknum gæðum. Þetta er ekkert til að grínast með.
Eitt ár, til eða frá, skiptir ekki öllu máli, heldur heilsan og gæði heilsunnar. Þess vegna er ekki spurning um að spara nokkrar utanlandsferðir fyrir þessa pótentáta sem eru við ríkis-. borgar- og sveitastjórnarvölinn. Seljum helvítis bárujárnsruslið á Laugavegi 4-6 (rétt númer?) sem kostar milli 6-800 milljónir og kýlum á þetta!
Svo eru vinstrimenn að rífa kjaft að Ólafur Fr. Magnússon borgarstjóri fer ekki í ferðir til útlanda !! ?? !! Heyr á endemi. Hann sparar! RÁÐAMENN!! takið Borgarstjóra Reykjavíkurborgar ykkur til fyrirmyndar og drekkið ykkar brennivín heima hjá ykkur, þið þurfið ekki að fara til útlanda til þess!! (Ekki að Ólafur Fr. borgarstjórisé að drekka brennivín heima hjá sér - það var nú ekki meint þannig -)
Bless, Björn bóndi.
![]() |
Geta lifað aukaár fyrir 1,8 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 11:04
Kirkjan þolir ekki gagnrýni, en samt má prófa að.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
.......taka fyrir rannsóknarréttina, t.d., sérstaklega þann spænska t.a.m.
Og svo mætti taka Íslensku Ríkiskirkjuna frá upphafi með sína endalausu refsigleði, dæma menn til dauða, en áður en dauðarefsing (hálshögg) yrði framkvæmt, voru karlmenn og klipnir með glóandi töngum og útlimir margbrotnir til að gera kvölina sem mestam (konum var drekkt);
Ríksikirkjan íslenska sem var í raun stofnsett á Alþingi Íslendinga árið 1000 (skv., íslendingasögum), bannaði hrossakjötsát að viðlagðri refsingu, sem var bannfæring á hvern þann er lagði sér slíkt til munns, feður, mæður, börn og kornabörn. Á hinum dimmu miðöldum ("Litlu Ísöld", svokallaðri) þegar stærstur hluti Íslendinga féll úr hor ("ófeiti" eins og það var kallað þá í annálum) óð fólk með hálfdauð börn sín úr hungri, yfir hrossahræin og máttu ekki nýta þau að viðlagðri bannfæringu ("bannfæring" var að komast ekki í Guðsríki eftir dauðdaga, heldur skyldi brenna í vitiseldum um eilífð alla, feður, mæður, börn og allir). Hvar í Biblíunni, "Hinni Heilögu Ritningu" segir að ekki megi eta hrossakjöt. - Einmitt! - Þetta var geðþóttaákvörðun Íslensku Ríkiskirkjunnar, því í heiðni átu menn hrossakjöt, og þetta átti að skilja á milli heiðni og kristni! (tilvitnun: Vísindavefurinn). Hross voru einu ferfætlingarnir sem gátu lifað úti í náttúrunni fyrir utan refi og hagamýs (minkar voru ekki komnir þá). Af hrossunum var hægt að ná miklu af kjöti og innmat. Það var ekki fyrr en á hallærisárunum 1775-1758 sem Finnur Jónsson þáverandi Skálholtsbiskup leyfði hrossakjötsát "í neyð" og svo kom að því að: "Kirkjustjórnarráðið í Kaupmannahöfn gaf út þá yfirlýsingu árið 1757 að hrossakjötsát í neyð væri ekki brot og því ekki refsivert." (Tilvitnun: Vísindavefurinn.) Það þurfti Dani til, eina ferðina enn, að koma vitinu fyrir íslenska kirkjunnar menn og aðra ráðamenn.
Það eru örfá ár síðan að byskupinn yfir Ísland (Ólafur Skúlason) bannaði eitt sinn víðavangshlaup unglinga á sunnudegi, því það var á messutíma. (Heimild í lögum sem þá var beitt).
Það er ekkert að því að gagnrýna kirkjuna, því kirkjan gagnrýnir aðra þindarlaust, og þeir sem gagnrýna mest, þola gagnrýni minnst.
Kirkjunnar menn og aðrir yfirmenn þjóðarinnar áttu ekki við "ófeiti" að stríða. Þeir bara horfðu á fólkið í landinu þjást úr hungri og vosbúð. Þar sannast hið fornkveðna: "Það er svo auðvelt að þola þjáningar annarra."
Bless, Björn bóndi.