Munaðarlausa eiginkonu - eða - vera einhleypur.

´  

Ég hef í öll þessi ár verið að leita mér að munaðarlausri stúlku fyrir eiginkonu.  Það þýðir það, að ég þarf aldrei að sitja í andstyggilegum ættarboðum, hlusta á nöldrandi tengdamóður sem vill ráða öllu og þykjast vita allt, tengdapabba sem þykist þekkja tímana tvenna og vera því alvitur, eyða jólum, nýárskvöldum, páskum, hvítasunnum o.s.frv., o.s.frv., hjá ættingjum konunnar sem undantekningarlaust verða hundleiðinlegt pakk, fyrir það eitt að vera skyldmenni.  Það eru álög, ekki bara á Íslandi, heldur út um allan heim, hjá öllum þjóðflokkum. 

Svona eiginkonu er erfitt að finna eða ég hef bara verið óheppinn. 

Kveðja,

Björn bóndi.

´


mbl.is Karlar kjósa fremur einlífi en slæmt hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband