Má sýna myndir af illa förnum hræum? (hræ = dautt dýr) (lík = látin manneskja).

Þegar Grænfriðungar (Greenpeace) og aðrir hvalafriðunnarsinnar sýndu ljós- og kvikmyndir af hvalveiðum og sýndu síðan hvernig skrokkarnir litu út eftir að búið var að drepa hvalina með iðrin úti og flá þá, sem er nauðsynlegt til að verka kjötið.   Þá gerði obbi almennings sér ljóst hversu "ómannúðlegar" aðfarir þetta voru og urðu fráhverfir hvalveiðum - af hreinum viðbjóði.

Þá kom upp sú spurning: "Hversvegna eru aldrei sýndar ljós- og/eða kvikmyndir úr sláturhúsum þar sem nautgripum, svínum og sauðfé er slátrað, flegin, skorin, blóðið látið leka úr þeim á meðan dýrin sparka og kippast sundur og saman í dauðateygjunum?"  "Hversvegna fáum við ekki að sjá þegar iðrin eru skorin út úr þessum skepnum þegar þær eru loksins dauðar og búið er að flá þær?  Hversvegna fáum við ekki að sjá þegar dýrin eru flegin og skorin í búta?"

SVAR: "Það einfaldlega vegna þess að a.m.k., í Bandaríkjunum, Kanada, og Evrópubandalaginu, svo og líklega flestum öðrum "siðmenntuðum" þjóðum í hinum vestræna heimi, þá er það bannað að taka myndir (ljós- eða kvik-) til að sýna í fjölmiðlum blöðum og sjónvarpi til að fólk missi ekki lyst á kjötvöru af hreinum viðbjóði!!"

Þetta er allt spurning um viðskipti - peninga.  (It's all about business honey!!).

Kær kveðja,

Björn bóndi.

 

 

 


mbl.is Blaðamannafélagið ályktar um ísbjarnarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband