Aflífun (svæfing) er í lagi - Kviksetning er kvikindisháttur

Ég hef enga trú á því að eigandi hvolpsins hafi framið þennan kvikindishátt.  Ég hef ekki trú á því að nokkur karl eða kona, barn eða fullorðinn sem hefur haft svona dýr í sinni umsjá geti fargað tryggasta vini mannsins með þessum hætti.

Ég skil betur þegar gæludýrum er ofaukið og ekki hægt að koma þeim í fóstur eða til annars eiganda, þá er hafður sá hátturinn á að fara til dýralæknis sem sprautar dýrið og svæfir það sársaukalaust, svefninum langa.  Sé dýrið ekki gæludýr, heldur hluti af búpeningi, þá er það skotið - búið: "end of story".  Það var gert í sveitinni og ekkert að því.  En aðalmálið var að skepnurnar þurfi ekki að kveljast.

En með tíkina litlu, hvolpinn, þá get ég trúað þessu á einhverja sem annaðhvort hafa viljað hefna sín á eigandanum, eða einfaldlega eru þessi kvikindi sem við þekkjum frá því, á hávetri í frostum þegar köttum var dýpt í vatn, hent ofan í tunnu með loki yfir og þeir látnir frjósa, til þess eins að fullnægja ónáttúrulegum hvötum gerandans.

Ég reyni ekki að vera hatursfullur né hefnigjarn.  Hinsvegar, ef næst í þetta fólk með þessar hvatir, þá finnst mér að það eigi að fá vinnu hjá Rússum í Gúlaginu í Síberíu.  Bara í eitt til tvö ár, það ætti að nægja.  Síðan að þetta félk fengi loforð um framhaldsvinnu á sama stað ef það brýtur af sér aftur með sama eða álíka hætti.

Kveðja, Björn bóndi.


mbl.is Eigandi hvolpsins fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband