6.5.2008 | 11:54
Fjölskylduharmleikir, Jón eða séra Jón.
Þetta er skelfilegt að frétta ofan á allt sem á undan er gengið. Ég tek hattinn ofan fyrir fjölmiðlum að birta hvorki nafn né ljósmyndir af þessum ólánsmanni sem hefur orðið hefur þessum ásökunum, á meðan rannsókn fer fram. Hér á ég ekki við mannorðsmorðingjana hjá DV. Þeir munu sýna sitt rétta andlit bráðlega. Það er þeirra háttur á málunum. Helst að hinn grunaði fremji sjálfsmorð, svo DV starfsfólk geti skálað í kampavíni fyrir "vel heppnaðri nafnbirtingu". Ég vona að hinn grunaði sé ekki sekur og allt sé einn stór misskilningur o.s.frv.
Hinsvegar, þá er ekki sama hvort um Jón eða séra Jón sé að ræða. Mér svíður það að ljósmyndir, nafn hins grunaða og nöfn sumra ættinga (fyrrverandi eiginkonu) hafi verið talin upp eins og var gert í fjölmiðlum var gert í gær.
Hafa fjölmiðlar (aðrir en DV líklega) séð að sér, hafa þeir fengið ákúrur, eða er hatur einstakra frétta- og blaðamanna gegn prestastéttinni eða gegn þessum eina presti svona takmarkalaust og heiftúðugt?
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2008 | 11:31
Afar nauðsynleg rannsókn - þjóðþrifamál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ástæðan fyrir því að lögreglan er að rannsaka þetta grafalverlega mál, er að þeir hafa haft svo lítið fyrir stafni, að þeim leiðist í vinnunni. Þar að auki átti að fækka í lögreglunni, svo þeir þurfa að sýna hvað þeir hafa mikið að gera í málum sem eru mjög aðkallandi.
Ég bíð spenntur eftir að frétta um niðurstöður þessa stóra máls og finnst, eins og öðrum femínistum að þessar grunuðu konur fái þyngstu refsingu. Hvort sem vændi sé löglegt eða ekki löglegt.
Ef á hinn bóginn að það komi í ljós að þær hafi ekki stundað þetta vændi, þá finnst mér að lögreglan geti allavega sannað að þær hefðu stundað vændi, ef þeim hefði dottið það í hug, eða fengið tækifæri til þess! Hengum þær á hæsta gálga!
Kveðja, (vér femínistar,) Björn bóndi.