14.5.2008 | 13:33
Þegar ég var 23ja og yngri.
Þá var Þórsmörkin í algleymingi. Þangað fórum við félagarnir, vöknuðum á morgnana í ælunni, stundum stóð hausinn uppúr svefnpokanum og stundum tærnar. Stundum komst maður ekki í svefnpokann og vaknaði þá undir eða ofaná svefnpokanum, eða bakvið tjald, ef maður þá fann það. Við kunnum ekkert með áfengi að fara sem var tíðarandinn. Bjórinn var algerlega bannaður, þessi stórhættulegi drykkur, við fengum bara vodka, brennivín, gin eða sjénever o.s.frv.
Hegðanin var líkt því sem sést á myndbandinu hans Magnúsar Þórs frá Írskum dögum. Æpt, gargað, öskrað og gólað. Ekki kveitur varðeldur í vinahópi, né sungnir ættjarðarsöngvar, skátasöngvar og María, Mária o. s.frv., nei bara gólað og slegist.
Þegar svo var tekið saman og farið heim, þá voru þeir fáir sem engir, sem þrifu eftir sig og tóku draslið sitt og ruslið saman, hvað þá að koma því í burt.
"Einhverstaðar verða vondir að vera" sagði þursinn í Drangey þegar biskupinn var að blessa bergið til að losa það við óvættina úr berginu.
Ég tel það ekki til mannréttindabrota, né brota á jafnræðisreglunni að ætlast til að ungt og hraust fólk fái ekki að hrella samborgara sína og fjöldkyldufólk á fjölskylduhátíðum. Ungt, hraust og heilbrigt fólk sem vill fara á fyllirí, sem oft ber nauðsyn til að gera, til að sletta ærlega úr klaufunum á þessum uppvaxtarárum, sama þótt laganna bókstafur segir að við séum fullorðin 18 ára, þá erum við það ekki í félagslegum þroska - það veit ég - á að fá að gera það allt > í vernduðu umhverfi. Við erum afkomendur Víkinga og Íra, sem er ákaflega eldfim blanda eins og allir þekkja. Því verður ekki breytt héðan af. Það held ég að sé hugmynd að vera með tjaldsvæði fjarri mannabyggðum, með salernisaðstæðum og sturtuklefum, allt innan girðingar, hljómsveitarpöllum og danspöllum o.s.frv. Síðan yrði aðgangseyrir einhverjar krónur (t.d., fáein þúsund), svæðið opið frá fimmtudagsmorgni til þriðjudagskvölds og aðkeyptir verktakar (t.d., (alls ekki lögreglan!!!) Björgunarsveitarmenn eða/og Sniglarnir sem tókst svo vel upp hjá Húnaveri hér um árið) sjá um eftirlit, fíkniefnaleit (horfa fram hjá bjór og brennsa) og síðan að taka til á svæðinu eftir þessa löngu helgi. AÐGANGSEYRIRINN á að sjá um að greiða þessum verktökum góð laun fyrir vel unnin störf.
En einhversstaðar verður kynslóðin, sem mun taka við af okkur, að fá að hlaupa af sér hornin.
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)