Íslensku fánalögin hindrun í notkun íslenska þjóðfánans?

Ég er ekki sérfræðingur í fánalögunum, en hinsvegar finnst mér þessi fallegi þjóðfáni okkar allt of lítið notaður.  Samanborið við Dani, Norðmenn og Svía þá er eins og við Íslendingar séum að fela fánann eða skömmumst okkar fyrir hann.  Hví ekki að flagga daglega eða a.m.k., um helgar þ.e., bæði laugardaga og sunnudaga?  

Spyr sá sem ekki veit.  Veit nokkur ástæðuna fyrir þessari tregðu?

Getur verið eitthvað í fánalögunum sem hindrar almenning og stofnanir í að flagga þegar því líður þannig?  Hvað með opinberar stofnanir, sundstaði, íþróttahús o.fl., o.fl.  Það væri gaman að taka upp þennan fallega sið að flagga sem mest, flesta daga ársins, þessum fallega þjóðfána.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com   

Kær kveðja, Björn bóndiïJð        


mbl.is Eimskip flaggar íslenska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband