Allir vildu "Lilju" kveðið hafa.......

Árið 1981 hóf "Decimin umboðið" innflutning á næringarsnauðu megrunarefni í pilluformi, samsettu úr m.a.; kartöflumjöli, eggjahvítudufti, magnesium stereat, og e.t.v., einhverju fleiru sem hafði hvorki í sér næringarefni né aðra virkni á líkamann.  Þessar pillur voru svo skaðlausar að þær þurftu hvorki vottun frá Lyfjanefnd né Lyfjaeftirlitinu, heldur var flokkað sem matvara af tollayfirvöldum.  Efnið sem var í pilluformi til að auðvelda inntöku og virkni hét vörumerkinu "DECIMIN" og var framleitt í Danmörku.  

Decimin náði óhemju vinsældum um land allt, og var jafnt selt í apótekum sem og matvöruverslunum.   Virknin var með þeim hætti, að um 30 mínútum fyrir matmálstíma skyldi gleypa 3 til 5 töflur (eftir magamáli hvers og eins) með 1 til 1 1/2 vatnsglasi, þ.e., 25cl til 35cl af tæru kranavatni.  Vatnið skyldi vera goslaust (ókolsýrt).  Við það að blandast magasýrunum, bólgnuðu pillurnar út á hálftíma og hver um sig varð að stærð á við lítið hænuegg.  Síðan skyldi viðkomandi borða eins mikið af góðum, næringaríkum, hollum og girnilegum mat og hann/hún lysti. 

Galdurinn var að magamálið minnkaðu sem samsvarar 3 - 5 litlum hænueggjum, viðkomandi neytandi fékk þessa fínu söddutilfinningu af uppáhalds matnum sínum og þar af leiðandi þá sælutilfinningu sem því fylgir.

Hinsvegar, þá voru þessi "hænuegg" seigmeltanleg og tók því langan tíma fyrir neytandann að verða aftur svangur.  Þar af leiðandi grenntist fólk vel og tiltölulega hratt, svo fremi að teknar voru þessar Decimin töflur ásamt vatnsglasinu, fyrir hverja máltíð.  Það má taka það fram að Decimin sjálft, útaf fyrir sig, veitti ekki söddutilfinningu ef ekki var borðaður matur eftir inntöku efnisins.

Hvað varð svo um DECIMIN?  Eins og allir megrunarkúrar og megrunar aðferðir, Þá virka þær ekki nema að einhver hreyfing, t.d. gönguferðir, skokk, sundferðir o.s.frv., fylgja.  Margir náðu sér á gott flug í megruninni, en margir féllu fyrir löngunni að geta borðað mikið og lengi.......-sem skilur það að vera SÆLKERI eða MATHÁKUR-. (GOURMET eða GLUTTON (enska/franska))

Innflutningi og dreifingu Decimin var hætt þegar allskonar önnur megrunarefni komu inn á markaðinn með öðrum nöfnum sem lofuðu öllu fögru.  Flestar megrunaraðferðir virka um smátíma, en hugur verður að fylgja máli, þ.e.,............. hreyfing þarf að fylgja máli.

 


mbl.is Megrunarpilla sem tútnar út í maganum er á tilraunastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband