Færsluflokkur: Bloggar
6.8.2007 | 13:34
Einhver hissa? Hvað kostar áfengið?
Svo virðist sem aðalástæðan fyrir því að fólk (mis-)notar ólögleg fíkniefni önnur en áfengi er að ólöglegu fíkniefnin eru orðin ódýrari til kaups en löglegt áfengi. Annaðhvort er að lækka áfengisverð eða sætta sig við þessi lögbrot.
Fyrr á öldum, allt fram á þennan dag hafa menn verið hundleltir fyrir heimabrugg. Síðan er leyft að selja í sérverslunum með bruggtæki, svo og matvöruverslunum, efni og tæki til áfengisbruggunar, og enginn hefur drepist af því? Þegar áfengissala var leyfð í BNA (USA) þá nánast hurfu glæpir vegna áfengisbruggunar, sölu og dreifingar.
Hvenær ætlum við að læra?
![]() |
Ellefu fíkniefnamál komu upp á þjóðhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2007 | 22:48
Hraðasti á 125km hraða?!?
![]() |
40 ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot í Skagafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 12:09
Drepið hryðjuverkamennina......hvora?????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 12:07
Hverjir eru hryðjuverkamennirnir??
Samkvæmt boðskap forseta Bandaríkjanna G.W.Bush, varaforseta BNA Dick Cheeney, Árásarmálaráðherra BNA (fyrrverandi) Donald Rumsfeld og núverandi utanríkisráðherra Condoleesa Rice, svo og fylgifiska þeirra svo sem UK, Danmörku, Íslandi o.fl., að þá er leyfilegt að ráðast inn í ríki þar sem hryðjuverkamenn ráða ríkjum, s.s., Afganistan, Írak (svo koma Íran og Palestínía (ekki Ísrael)).
Þegar svo hvíti maðurinn í norður Ameríku, sunnan Kanada gerðu uppreisn gegn stórn Breta, þá hétu þeir; "insurgents" (uppreisnarmenn), "terrorists" (hryðjuverkamenn) og þaðan af verra. Georg Washington var þeirra tíma "Osama Bin Laden" og stjórnaði þeirra tíma "Al-Kaída". Núna heita þeir "patriots" (föðurlandsvinir) og eru heillaðir sérstaklega á 4. júlí, þjóðhátíðardag BNA, og sungnir up þá lofsöngvar.
Gyðingar sem réðust inn í Palestínu fyrir miðja síðustu öld voru hermdarverkamenn, en með stuðningi BNA og síðar Sameinuðu Þjóðanna sem hafa ávallt verið stjórnað af Bandaríkjamönnum þar til e.t.v. núna, fengu þessir hryðjuverkamenn að ræna landi Palestínumanna og nú eru Palestínumenn kallaðir hryðjuverkamenn af heimspressunni.
Eftir örfá ár, þegar Islamstrúarmenn hafa sameinast örlítið betur gegn vestrænum löndum, þá verður Osama Bin Laden þeirra Georg Washington.
Þessi hræsni og tvískinnungur mun aldrei taka endi.
![]() |
Bandaríkin misnotuðu breskar leyniþjónustuupplýsingar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 11:44
Hversvegna eflist Al-Kaída?
![]() |
Stjórnvöld í Pakistan hafna því að bandarískt herlið verði sent til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 10:00
Yfirlýstur andstæðingur Islam ríkja sáttasemjari.
Það er eins og snúið roð í hundskjaft að ætlast til að Bandaríkin og Bretland geti unnið að lausn stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs og í austurlöndum nær þar sem Islamtrúarmenn ráða ríkjum.
Að Ísraelsmönnum frátöldum, eru Bandaríkjamenn og Bretar mest hataðir í þessum löndum og ekki af ástæðulausu. Múhameðstrúarmenn (Islam) um allan heim vita það að BNA og UK munu alltaf draga taum Síonista hvort sem þeir eru búsettir í Ísrael eða annarsstaðar.
![]() |
Blair situr fyrsta leiðtogafund sinn sem sáttasemjari í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 18:07
............vísindamenn eru nú að rannsaka hvort koltrefjafæturnir gefi Oscari óréttmætt forskot.
Í greininni "Pistorius býr sig undir keppni á Gullmóti" er í lok greinarinnar um; hvort koltrefjafæturnir gefi Oscari óréttmætt forskot.
Þá er rétt að minnast þess þegar stangastökkvarar kepptu með þráðbeinar ósveigjanlegar járn- eða stálstangir. Þá komu til sögunnar "fíberplaststangir" sem svigna mjög og bókstaflega fleygja keppendum yfir þverslána, og gáfu þannig forskot (réttmætt eða óréttmætt).
- Þetta olli þónokkrum deilum, en síðan varð það ofaná að fíberstangirnar voru leyfðar, sem olli því að ekki eru ósveigjanlegar járn- eða stálstangir notaðar lengur.
Kveðja.
![]() |
Pistorius býr sig undir keppni á Gullmóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 17:03
Mótmæla nautadrápi / mótmæla hvaladrápi.
Mótmæli vegna nautaats hefur verið í gangi í nokkra áratugi, með sífelldum hótunum um að: "Nú verða samtök um að loka fyrir ferðamannastrauminn til Spánar". "Ekki meiri túrisma til Spánar ef þeir halda áfram að drepa blessuð nautin". O.s.frv., o.s.frv.
Það hefur aldrei verið meiri ferðamannastraumur til Spánar en einmitt síðustu áratugina.
Getum við Íslendingar ekki lært af þessari reynslu Spánverja, að það er óþarfi að hlusta á þessa hvalaverndunarmenn, um að ferðamannastraumurinn verður óskaðaður og líklegast mun hann halda áfram að dafna og aukast á meðan að við höldum okkar striki.
Kv. Björn bóndi.
![]() |
Næstum naktir mótmæltu nautaati |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2007 | 13:30
Allir vildu "Lilju" kveðið hafa.......
Árið 1981 hóf "Decimin umboðið" innflutning á næringarsnauðu megrunarefni í pilluformi, samsettu úr m.a.; kartöflumjöli, eggjahvítudufti, magnesium stereat, og e.t.v., einhverju fleiru sem hafði hvorki í sér næringarefni né aðra virkni á líkamann. Þessar pillur voru svo skaðlausar að þær þurftu hvorki vottun frá Lyfjanefnd né Lyfjaeftirlitinu, heldur var flokkað sem matvara af tollayfirvöldum. Efnið sem var í pilluformi til að auðvelda inntöku og virkni hét vörumerkinu "DECIMIN" og var framleitt í Danmörku.
Decimin náði óhemju vinsældum um land allt, og var jafnt selt í apótekum sem og matvöruverslunum. Virknin var með þeim hætti, að um 30 mínútum fyrir matmálstíma skyldi gleypa 3 til 5 töflur (eftir magamáli hvers og eins) með 1 til 1 1/2 vatnsglasi, þ.e., 25cl til 35cl af tæru kranavatni. Vatnið skyldi vera goslaust (ókolsýrt). Við það að blandast magasýrunum, bólgnuðu pillurnar út á hálftíma og hver um sig varð að stærð á við lítið hænuegg. Síðan skyldi viðkomandi borða eins mikið af góðum, næringaríkum, hollum og girnilegum mat og hann/hún lysti.
Galdurinn var að magamálið minnkaðu sem samsvarar 3 - 5 litlum hænueggjum, viðkomandi neytandi fékk þessa fínu söddutilfinningu af uppáhalds matnum sínum og þar af leiðandi þá sælutilfinningu sem því fylgir.
Hinsvegar, þá voru þessi "hænuegg" seigmeltanleg og tók því langan tíma fyrir neytandann að verða aftur svangur. Þar af leiðandi grenntist fólk vel og tiltölulega hratt, svo fremi að teknar voru þessar Decimin töflur ásamt vatnsglasinu, fyrir hverja máltíð. Það má taka það fram að Decimin sjálft, útaf fyrir sig, veitti ekki söddutilfinningu ef ekki var borðaður matur eftir inntöku efnisins.
Hvað varð svo um DECIMIN? Eins og allir megrunarkúrar og megrunar aðferðir, Þá virka þær ekki nema að einhver hreyfing, t.d. gönguferðir, skokk, sundferðir o.s.frv., fylgja. Margir náðu sér á gott flug í megruninni, en margir féllu fyrir löngunni að geta borðað mikið og lengi.......-sem skilur það að vera SÆLKERI eða MATHÁKUR-. (GOURMET eða GLUTTON (enska/franska))
Innflutningi og dreifingu Decimin var hætt þegar allskonar önnur megrunarefni komu inn á markaðinn með öðrum nöfnum sem lofuðu öllu fögru. Flestar megrunaraðferðir virka um smátíma, en hugur verður að fylgja máli, þ.e.,............. hreyfing þarf að fylgja máli.
![]() |
Megrunarpilla sem tútnar út í maganum er á tilraunastigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt boðskap forseta Bandaríkjanna G.W.Bush, varaforseta BNA Dick Cheeney, Árásarmálaráðherra BNA (fyrrverandi) Donald Rumsfeld og núverandi utanríkisráðherra Condoleesa Rice, svo og fylgifiska þeirra svo sem UK, Danmörku, Íslandi o.fl., að þá er leyfilegt að ráðast inn í ríki þar sem hryðjuverkamenn ráða ríkjum, s.s., Afganistan, Írak (svo koma Íran og Palestínía (ekki Ísrael)).
Þegar svo hvíti maðurinn í norður Ameríku, sunnan Kanada gerðu uppreisn gegn stórn Breta, þá hétu þeir; "insurgents" (uppreisnarmenn), "terrorists" (hryðjuverkamenn) og þaðan af verra. Georg Washington var þeirra tíma "Osama Bin Laden" og stjórnaði þeirra tíma "Al-Kaída". Núna heita þeir "patriots" (föðurlandsvinir) og eru heillaðir sérstaklega á 4. júlí, þjóðhátíðardag BNA, og sungnir up þá lofsöngvar.
Gyðingar sem réðust inn í Palestínu fyrir miðja síðustu öld voru hermdarverkamenn, en með stuðningi BNA og síðar Sameinuðu Þjóðanna sem hafa ávallt verið stjórnað af Bandaríkjamönnum þar til e.t.v. núna, fengu þessir hryðjuverkamenn að ræna landi Palestínumanna og nú eru Palestínumenn kallaðir hryðjuverkamenn af heimspressunni.
Eftir örfá ár, þegar Islamstrúarmenn hafa sameinast örlítið betur gegn vestrænum löndum, þá verður Osama Bin Laden þeirra Georg Washington.
Þessi hræsni og tvískinnungur mun aldrei taka endi.