Ritskoðun / Bloggsíðu lokun > hvort er verra?

Kæru Bloggarar.  

Neðangreint blogg var ég að semja sem svar til Berglindu Nönnu Ólínudóttur sem andsvar við hennar svari til mín á bloggsíðu; Jennýar Önnu Baldursdóttur, (jenfo.blog.is) færsla;

http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/#entry-543218 

sem gefur sig út fyrir að vera Vinsti Græn (kommúnisti í mínum bókum) og Femínisti (afsakið á meðan ég æli).  Ég gat ekki komið því inn, því að Jenný Anna Baldursdóttir hefur látið loka á mig.  Gamla góða ritskoðunin sem allir urðu æfir yfir þegar Mbl.is blogg lokaði á Skúla Skúlason og Óskar Helga Helgason.

Jenný Anna sem hefur dælt út úr sér svívirðingum um karlmenn og fleiri sem hún þolir ekki í vandlætingu sinni.  Þeir sem hafa snefil af lífsreynslu, þekkja það að þeir sem sífellt eru að gera grín að öðrum, þola ekki að grín sé gert að þeim.  Þeir sem sífellt gagnrýna aðra, þola ekki að þeir séu gagnrýndir.  Þau born sem sífellt eru að hrekkja önnur börn, þola eikki að þau sjálf séu hrekkt - þetta þekkja allar mæður og kennarar.  Þeir sem leggja aðra í einelti, þola síst af öllum að þeir séu lagðir í einelti.

 Það er ekki sama að vera Jón og Séra Jón(a).

Nú er ekki ritskoðað, það er bara lokað á mig!!!

______________________________________________________ 

Berglind (N)anna.

Svar við færslu þinni á bloggi Jennýar Önnu Baldursdóttur;

http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/#entry-543218 

Ég virði hreinskili þína, og að þú viðurkennir að þér hafi orðið fótaksortur á tungunni í heita hamsinu.  Það er þannig með sveitamenn, að þeir oft virðast vera mjög seint til svars, og bæjar-/borgarfólk verður oft óþolinmótt að bíða eftir svari frá þessum "fábjánum".  Staðreyndin er sú að sveitamaðurinn tekur sér þann tíma sem hann telur sig þurfa til að ákveða svarið. Þess vegna heyrir þú og aðrir af þéttbýliskjarnanum,sveitamanninn segja eitthvað á þessa leið: "Það getur vel verið að ég hafi sagt þetta si svona, en auðvitað meinti ég það ekki svona.  Það getur nú hver heilvita maður fattað það!"  (Rétt erað taka fram að þegar ég rita (sveita-) maður, meina ég eðlilega bæði kvenmaður og karlmaður, en það er meining mín að bæði kynin eru "menn").  - Alltaf -

Beglin (N)anna mín.  Nú erum við bæði búin að blása duglega (og skemmtilega) út, og þurfum ekki að hafa fleiri orð um þessa hluti.  Sem þýðir bara eitt, að ég þori ekki á þetta deit sem um var rætt á "Einkamálalínubloggi Höllu Rutar" eins og ég útskýrði þar.

Kær kveðja,

Björn bóndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Jahérna hér, Björn bóndi! Ekki hefði ég trúað því upp á þig að ÞORA ekki á deitið! Og ég sem er svo skemmtilega geðveik - og kelling að auki! En það er rétt að nú erum við bæði búin að blása duglega! og mér er sko ekkert illa við þig, en hef hins vegar mjög gaman af ákveðnum skoðanaskiptum, og get alveg haft þokkalega hátt þegar þannig ber við! En mér dettur hins vegar í hug að þú hafir séð mig í ham við dyravörslu, og þorir þess vegna ekki á deitið - getur það verið??????

Bestu kveðjur!!!! 

Berglind Nanna Ólínudóttir, 20.5.2008 kl. 03:56

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur aðeins einn moggabloggari lokað á mig og það var hinn dulbúni kommúnisti Ólína Þorvarðardóttir. Á mig var lokað fyrir að vera ítrekað ósammála henni. Ég missti út úr mér "...óttalegt bull er þetta nú þér Ólina...." og þá notaði hún tækifærið og lokaði á mig fyrir dónaskap

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 04:45

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

p.s. hún kallar sig reyndar krata... henni finnst það fínna

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 04:46

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Berglind (N)anna.  Ég hlakka að takast ávið þig við seinna tækifæri þar sem við verðum aftur á öndverðum meiði. Það er bara að kunna þetta með kurteisina. Ég held að við höfum bæði sýnt "vissa" háttvísi, nokkur sem ég kann að meta.  Sorry - þetta með deitið. (Það er konan - þú veist).

Gunnar Th.  Hún Ólína Þorvarðardóttir er ekki dulbúinn kommúnisti sem kallar sig krata.  Hún Ólína Þorvarðardóttir er kommúnisti sem kallar sig krata.  Hafðu hlutina nú einu sinni á hreinu Gunnar Th.

Þegar þú segir við Ólínu Þorvarðardóttur: ".....óttarlegt bull er þetta nú í þér Ólína.......", þá verður þú sem karlmaður Gunnar Th., að skilja að sannleikanum er hver sárreiðastur.   Svona er nú það.

Hún Ólína Þorvarðardóttir minnir mig á veggspjald sem ég sá einu sinni.  Það var mynd af órangútan apa sem var með vísifingur hægri handar inni í hægra eyra og horfði í myndavélarlinsuna með þessum kringlóttu sakleysislegu augum sínum.  Á veggspjaldinu stóðu tvær setningar:

"Sometimes I just sits and thinks."

"Sometimes I just sits."

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´ 

Sigurbjörn Friðriksson, 21.5.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Hehehehe, Björn bóndi. Gott að heyra að þú virðir konuna þína svona mikið. Og ég hlakka mikið til að takast aftur á við þig, alltaf gaman að hressilegum skoðanaskiptum! Og ég er búin að bookmarka þig hjá mér, þannig að ég verð reglulegur gestur hjá þér, en því miður er ég svo illa uppalin, að ég kvitta sjaldnast fyrir mig, nema ég hafi eitthvað þeim mun merkilegra að skrifa sko!

Bestu kveðjur! 

Berglind Nanna Ólínudóttir, 21.5.2008 kl. 06:52

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Stend með þér bóndi, gaman af pistlum þínum og athugasemdum. Ritskoðun er heimska sem við ættum að vera laus við..............

Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 16:38

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Berglind (N)anna.  Ég er þér samferða í því, að ef maður hefur ekkert að segja, þá á maður bara að þegja.  Þess vegna kvitta ég aldrei fyrir mig heldur.

Haraldur.  Velkominn í klúbbinn.  Ég hef líka haft gaman að því að kíkja á pistlana og athugasemdirnar frá þér.

Kveðja og góða nótt, nú er áliðið og ég þarf að fara og bursta tennurnar og reyna að greiða mér fyrir háttinn.

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 22.5.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband