Ekki merkilegra en LÝSI hjá Íslendingum......

Kókaplantan hjá Bólivíumönnum og notkun hennar þar hjá innfæddum eins og þeir nota hana, er jafn merkileg og notkun lýsis hjá okkur Íslendingum.  Er nema von að Bandaríkjamenn vilja banna þennan orkudrykk Bólivíumanna.  BNA hafa aldrei getan notað nokkurn skapaðan hlut án þess að misnota hann sbr. byssur í almenningseign. 

Því hafa BNA ekki fyrir löngu bannað sígarettur sem valda meiri heilsuskaða inna BNA en öll eiturlyf og umferðarslys til samans?  > Jú, vegna þess að sígarettur eru svo tengdar hagkerfi BNA  það má ekki skaða hagkerfi BNA eins og með samþykkt KYOTO samþykktarinnar um mengun, því það gat skaðað efnahagskerfi BNA.  (Tilvitnun í Georg W. Bush). 

Ef það ætti að markaðsetja íslenskt lýsi í BNA, þá yrði það bannað vegna "of mikils A-vítamín innihalds" o.þ.h.  Bandaríkjamenn banna Íslendingum, Grænlendingum og öðrum að flytja inn t.d., fatnað úr selskinni!!  Á tímabili var bannað að flytja æðardún til BNA því þeir sögðu að æðarfuglinn væri í útrýningarhættu og héldu að það þyrfti að drepa fuglinn til að ná af honum dúninum. 

Það er hægt að misnota alla hluti og gera þá hættulega, t.d. drykkjarvatn.  Bandaríkjamenn eru og hafa alltaf verið vitleysingar.  Kjósa yfir sig snarvitlausa alþingismenn og ríkisstjórnir ( eins og Íslendingar Angry ).

Kveðja, Björn bóndi  Smile 

 


mbl.is Kókaorkudrykkur á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mér var bent á það af ágætum manni sem þekkir til Suður-Ameríku og þeirra siða þar að það, að líkja laufblöðum kókaplöntunnar við KÓKAÍN, væri eins og að líkja saman þroskuðum vínberjum eða pilsner "létt-öl" við brennivín og jafnvel 96% spíra.   

Þeir þarna suðurfrá tyggja laufblöðin sem ekkert í líkingu við að soga kókaínduft, sem er gert úr safa plöntunnar með efnafræðilegum hætti, upp í nefið á sér eins og gert er í Bandaríkjunum og öðrum úrkynjuðum vestrænum löndum.

Alls ekki túlka ábendingar mínar á þann hátt að ég sé að mæla með því að leyfa kókaín eða önnur eiturlyf. 

Mbkv, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 22.1.2011 kl. 23:12

2 identicon

Það er hinsvegar ekki rétt að kókalaufin hafi verið tekin úr Coca-Cola. Þau hafa aðeins verið afkókuð áður en þau eru send á tileigandi staði þar sem formúlan er sett saman.

Andri (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 12:27

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

www.leap.cc

"Founded on March 16, 2002, LEAP is made up of current and former members of law enforcement who believe the existing drug policies have failed in their intended goals of addressing the problems of crime, drug abuse, addiction, juvenile drug use, stopping the flow of illegal drugs into this country and the internal sale and use of illegal drugs. By fighting a war on drugs the government has increased the problems of society and made them far worse. A system of regulation rather than prohibition is a less harmful, more ethical and a more effective public policy."

Það væri hægt að hundraðfalda útflutningsverðmæti íslensks brennvíns með því að bannað það í USA og allri Evrópu...æfilangt fangelsi fyrir að vera tekinn með einn kassa og það margborgar sig að vera bruggari...

Óskar Arnórsson, 24.1.2011 kl. 01:36

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Svo rétt, svo rétt.   Þeir afléttu áfengisbanninu í BNA og gerðu menn eins og Al Capone atvinnlausa.

Alþingismenn á Íslandi hinsvegar bönnuðu með lagaákvæði bjórinn en leyfðu brennivínið.......  

Það eitt og sér útskýrir þörfina á "menntuðu einveldi", því þjóð vor er ekki umkomin að kjósa sér leiðtoga.  Ekkert hefur breyttst á Alþingi Íslendinga nema nöfnin.  Heilabúin eru þau sömu og áður.  Það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim málum.  Framsóknarmennskan hefur smitast í alla flokka.

Mbkv, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 24.1.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband