Múgsefjun í kjölfar lögbrota vörubílstjóra.

Blessuð börnin sem eru annaðhvort nýbúin að fá kosningarétt eða eru rétt að fá hann, eru öll orðin sakhæf (15 ára aldurinn), þurfa að læra að þau þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum.

Þetta er ekkert nema múgsefjun sem ég sá árið 1968 í París/Frakklandi í stúdentauppreisninni.  Þar voru ungmennin að kasta grjóti í lögreglu og verslanagluggarúður - voða gaman.  Því meiri usla sem þeim fannst þau vera að gera og komast upp með hann, því meira gaman.

Ég stend 100% með lögreglunni í því að sinna skyldustörfum sínum.

 


mbl.is Lögregla hótar handtökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir krakkar voru vart orðnir sakhæfir, hvað þá búnir að fá kosningarétt. Mér líst ekki á komandi kynslóðir með þessu áframhaldi og ég styð lögguna heilshugar

Finnur (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:43

2 identicon

Trukkabílstjórar eru búnir að skíta uppá bak, því miður..

Þeir fóru illa af stað með þessi mótmæli og markmið þeirra eru óskýr.

Það er vissulega rétt að ríkið hefur ekki staðið við sínar skuldbindingar um útvega þeim hvíldaraðstöðu við þjóðvegi landsins en eftir síðustu mómæli og þegar lögreglumaðurinn[drengurinn] var sleginn hætti ég alveg að vorkenna þeim..

Páll (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband