28.5.2008 | 23:38
Ísland þrífur eftir Ísrael og Bandaríkin.
´
Íslendingar stóðu með Zíonistum þegar þeir fengu Palestínu úthlutaða handa sér hjá Sameinuðu Þjóðunum árið 1948. Það leiddi til þess að um 750.000 Palestínubúar flúðu, m.a.,til Íraks. - Vissum við þá að við myndum þurfa að taka fil afkomendum þessarra flóttamanna og senda þá til Akraness?
Íslendingar stóðu með Bandaríkjamönnum og taglhnýtingum þeirra Bretum, í innrásinni í Írak. - Vissum við þá að við þyrftum að taka við flóttamönnum frá Írak og senda þá til Akraness?
Við þurfum að fara hugsa aðeins til framtíðar þegar við ætlum að fá að stjórna heimsmálum með þeim stóru. Stíga hægt og varlega til jarðar. Hvað höfum við með sæti í Öryggisráði SÞ að gera? Þarf virkilega eina undirlægjuþjóð undir BNA í Öryggisráð SÞ?
Skoðum blóði drifna slóð þessarar Kondomlessu Ræs og kóna hennar í stjórn BNA og höfum sem minnst með þá að gera í sem lengstri framtíð.
Kær kveðja,
Björn bóndi.
´
![]() |
Rice á leið til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 10:06
Magnús Þór hefur gerst sekur um.................,
'
.......að hafa skoðun á málefni sem heyrir undir hann sem formann félagsmálaráðs Akraness.
Að gæta hagsmuna sveitarfélagsins með því að vilja stíga hægt og varlega til jarðar við að flytja inn til bæjarfélagsins um 20 ekkjur með um 40 börn frá allt öðrum og öðruvísi heimshluta með allt aðra menningu. Hópur sem er dæmdur til að verða minnihlutahópur sem heldur sig til hlés við aðra íbúa, því þessi hópur þekkir ekkert annað úr flóttamannabúðum sínum í Írak. Múslimar / Íslamar eru gott fólk, allt fólk er gott fólk. En getum við ekki lært af reynslu nágrannaþjóða okkar? T.d., annarra norrænna þjóða, Þjóðverja, Hollendinga o.fl., o.fl. Þetta er ekki góð blanda; vetræn menning og Íslam.
Þá er bara að berja hausnum við steininn og neita að hlusta og neita að hugsa, því það kallast RASISMI að hlusta, horfa og læra af þessari reynslu annarra í þessum málum.
Að spyrja óþægilegra spurninga sem erfitt eða óþægilegt er að svar, nema með skætingi: "Hvað kemur það málinu við?"
Að halda að lögmálið: "Gefðu manni fisk að borða og þú hefur mett hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk og þú hefur mett hann fyrir lífstíð" gildi ekki í þessu tilfelli. Auðvitað á að hjálpa og kenna þessu fólki að framfleyta sér heima hjá sér. Allar þessar manneskjur, ekkjurnar og börnin eru fædd í Írak og eru því Írakar, þótt forfeður þeirra hafi flúið frá Palestínu þangað, fyrir um 60 árum síðan. Með því móti að hjálpa þeim að framfleita sér heima hjá sér, er hægt, fyrir sömu fjármuni að hjálpa mun fleirum.
Skammastín Magnús Þór fyrir að hafa svona skoðanir....... (eða þannig sko).
Kær kveðja,
Björn bóndi.
´
![]() |
„Við höfum nóg með okkur sjálf“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)