Alvarlegar blekkingar "töframanns" um samkeppni við um 150 lágvöruverslanir á öllu landinu.

Við hvað á að keppa??  Bónus??  Koma Bónusi á hausinn??  Vegna haturs, blóðhefndar og öfundsýki??  Er verið að plata almenning með augljósum blekkingum til að taka þátt í að koma Bónusi á hausinn??   Kíkið á staðreyndir um samkeppnina sem verið á að ráðast á með peningum almennings!! 

Bónus með 27 verslanir,   Nettó með 6 verslanir,   Kaskó með 3 verslanir,    Krónan með 11 verslanir,  Samkaup/Úrval með 16 verslanir,  Samkaup/Strax með 21 verslun,   10/11 með 25 verslanir,           11/11 með 8 verslanir,   Hagkaup með 11 verslanir,  Fjarðarkaup með 1 stórverslun í Hafnarfirði og KS með 4 verslanir, samtals 133 stórar lágvöruverslanir á Höfuðborgarsvæðinu sem og dreifðar út um allt land. Svo eru fleiri minni verslanir á víð og dreif sem vantar í upptalninguna, bæði á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni.

Heilbrigð samkeppni er bara af hinu góða - en; 

Varúð, skoðið staðreyndirnar áður en farið er að trúa blekkingum "töframanns".

Kær kveðja, Björn bóndi Smile 


mbl.is Jón Gerald kynnir Smart Kaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða staðreindir? Að Bónus er með tæplega 3x fleiri verslanir en næsta lágvöruverðskeðja á eftir? Að Hagar (sem rekur Bónus, Hagkaup og 10-11) rekur nokkurn veginn jafn margar verslanir og allir hinir til samans? Að Bónus var dæmt fyrir að skemma fyrir samkeppni?

Þessar 133 búðir sem þú telur upp eru alls ekki lágvöruverðsverslanir, varla telur þú 10-11 vera með lágt vöruverð og þær búðir eru langt frá því að vera stórar. Þær verslanir sem gefa sig út fyrir að vera með lágt vöruverð eru Bónus, Krónan og Nettó. Bónus er með 27 verslanir af 43, sem er tæp 60% allra lágvöruversverslana.

Þetta eru staðreindirnar, vantar ekki samkeppni?

Gunnar Sturla Ágústuson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 03:58

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er varla hægt að kalla Nettó lágvöruverslun eða hvað?  Ég versla alltaf í 10-11 og finnst það vera bestu búðirnar.  Þar er starfsfólkið vinalegra og oftast áhugasamara um vinnuna sína en t.d fólkið sem vinnur í Hagkaupum eða Bónusi.  Verðið er síðan ekkert til að skemma fyrir og maður veit að peningarnir fara í að styrkja gott málefni eins og t.d. íslenska náttúru og Jón Ásgeir.

Björn Heiðdal, 13.3.2009 kl. 04:23

3 identicon

 10/11 með 25 verslanir,           11/11 með 8 verslanir,   Hagkaup með 11 verslanir  Samkaup/Strax með 21 verslun

kallarðu þetta lágvöruverslanir.

10/11 er dýrara en vídeoleigur.

Óli (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 19:24

4 identicon

ég hefði kannski átt að lesa fyrsta kommentið áður en ég skrifaði

Óli (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 19:25

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Óli (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 19:24;    Hvaða önnur verslun veitir þá kostnaðarsömu þjónustu að selja mat- og heimilisrekstrarvörur allan sólarhringinn?  Allavega borgar sá rekstur sig því nógu margir sem telja sig þurfa á þeirri þjónustu að halda, svo sem fólk á vinnuvöktum o.fl., sem telja sig þurfa á matvörunni að halda og þiggja þessa þjónustu.  Það er enginn neyddur til að versla í þessum 25 verslunum.

Svarar það spurningunni þinni?

Svara þú minni: "Hvaða verslun sem veitir sólahrings þjónustu er ódýrari?"

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 14.3.2009 kl. 02:50

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Gunnar Sturla Ágústuson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 03:58;   Jú vissulega þurfum við samkeppni og jafnvel aukna samkeppni.  - Alltaf.

En hún á ekki að koma úr vasa almennings sem betlifé. 

Hinsvegar, ef almenningur er tilbúinn að gerast skráðir hluthafar, sem eiga síðan rétt á útgreiddum hlut hagnaðar í lok hvers árs, kosin stjórn fyrir verslunarfyrirtækið á hluthafafundum, sem síðan bera ábyrgð á rekstri félagsins og ræður framkvæmdastjóra (enginn á að vera sjálfkjörinn, nota bene), þá er allt í lagi og allt löglegt.  Þá er farið að landslögum og löglegum leikreglum viðskiptalífsins sé gætt.

Þá skiptir engu máli hver safnar þessum peningum.  En þá ber sá almenningur ábyrgð á eigin ákvörðunartöku.

Ef sá er safnar fénu er Jón Kerald Sultuborgari, og fólk þekkir forsögu þess manns, þá á sá almenningur ekki rétt á að kvarta yfir því seinna þegar allur peningurinn er horfinn, hvernig sem það nú verður, því almenningur hefur þegar verið varaður við því og upplýstur um hvernig fortíð hans og viðskiptaháttum og viðskiptasamböndum var háttað í samvinnu með Baugs fyrirtækinu, verði Jón þessi gerður að stjórnarformanni og/eða framkvæmdastjóra (fjármálstjóra þá líklega einnig?).

Kveðja Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 14.3.2009 kl. 03:12

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér bóndi, ekki viljum við annað verslunarveldi sem kúgar hin, en ég vil þó sjá öfluga samkeppni í smásöluverslun.

Ég þakka þér fyrir innleggið á síðuna mína ég skil þitt sjónarmið vel eftir að hafa heyrt af þinni reynslu. þar er greinilega ekki verið að setja hagsmuni barnanna í fyrirrúm.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.3.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband