Fjölskylduharmleikir, Jón eða séra Jón.

Þetta er skelfilegt að frétta ofan á allt sem á undan er gengið.  Ég tek hattinn ofan fyrir fjölmiðlum að birta hvorki nafn né ljósmyndir af þessum ólánsmanni sem hefur orðið hefur þessum ásökunum, á meðan rannsókn fer fram.  Hér á ég ekki við mannorðsmorðingjana hjá DV.  Þeir munu sýna sitt rétta andlit bráðlega.  Það er þeirra háttur á málunum.  Helst að hinn grunaði fremji sjálfsmorð, svo DV starfsfólk geti skálað í kampavíni fyrir "vel heppnaðri nafnbirtingu".  Ég vona að hinn grunaði sé ekki sekur og allt sé einn stór misskilningur o.s.frv.

Hinsvegar, þá er ekki sama hvort um Jón eða séra Jón sé að ræða.  Mér svíður það að ljósmyndir, nafn hins grunaða og nöfn sumra ættinga (fyrrverandi eiginkonu) hafi verið talin upp eins og var gert í fjölmiðlum var gert í gær.

Hafa fjölmiðlar (aðrir en DV líklega) séð að sér, hafa þeir fengið ákúrur, eða er hatur einstakra frétta- og blaðamanna gegn prestastéttinni eða gegn þessum eina presti svona takmarkalaust og heiftúðugt?

Kveðja, Björn bóndi.


mbl.is Grunaður um kynferðisbrot gagnvart 5 börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú það allra besta er að þetta drepisig. Þetta eru ógeð sem ekki eiga tilverurétt!

óli (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér.  Myndbirting er bara til að strá salt í sárin hjá aðstandendum sem hljóta að vera díla við nóg núna.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.5.2008 kl. 13:13

3 identicon

"Helst að hinn grunaði fremji sjálfsmorð, svo DV starfsfólk geti skálað í kampavíni fyrir "vel heppnaðri nafnbirtingu"."

Svona fáránlega koment eins og þú lætur út úr þér, staðfesta sess Moggabloggsins og þar með talið þessarar bloggsíðu sem rotþró netheimana.

Mér sýnist á skrifum þínum að þú verðskuldir vart málfrelsið.

Valgeir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband